Þriðjudagur, 19. júní 2018
Gulli, Jens og vestræna uppgjörið
Guðlaugur Þór utanríkis og Jens Stoltenberg aðalritari Nató (skemmtilegt kommúnískt starfsheiti) eru báðir með böggum hildar vega uppgjörs Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
Skiljanlega. Bandaríkin halla sér að raunsærri íhaldsstefnu í málefnum flóttafólks, loftslags og öryggis. Evrópusambandið, þ.e. embættismannaveldið í Brussel, er á kafi í frjálslyndri fjölmenningu sem almenningur í Evrópuríkjum vill ekkert með hafa, samanber Brexit og þingkosningar í Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu síðustu misseri.
Frjálslynda fjölmenning ESB er komin á endastöð og þótt fyrr hefði verið. Hún byggir á mótsögnum annars vegar (um að múslímamenning geti þrifist í vestrænum ríkjum) og hins vegar Rússafóbíu um að Pútín sé þess albúinn að leggja undir sig Evrópu.
Raunsæ íhaldsstefna er rétta svarið við frjálslyndri fjölmenningu. En það tekur tíma að fólk átti sig á pólitískum veðrabrigðum. Sá tími kallast uppgjör.
Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Utanríkisráðherra sagði þennan fund í Stokkhólmi upplýsandi og gagnlegan, hann ætti því að geta verið klár í uppgjörið samkvæmt stefnu Sjálfstæðisfl.
Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2018 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.