ESB bútar niður fullveldi Íslands

Evrópusambandið tekur einhliða ákvarðanir um að innanríkismálefni EFTA-ríkjanna, þar sem Ísland er með Noregi og Liechtenstein, skuli færð undir sambandið. Persónuverndarlöggjöfin er aðeins eitt dæmi, annað er málefni raforkumála.

Á meðan Ísland er selt undir EES-samninginn mun Evrópusambandið halda áfram að sækja sér valdheimildir um íslensk innanríkismál. Það er beinlínis hluti af stjórnsýslu sambandsins að auka valdheimildir sínar á kostnað þjóðríkja. Þetta gerist bæði innan ESB og enn frekar gagnvart EFTA-ríkjunum.

Ísland verður að móta sér stefnu um að ganga úr EES-samstarfinu. Annars mun Evrópusambandið ganga að fullveldinu dauðu - með því að skera það niður í litla búta og hirða þá til sín einn í einu.


mbl.is „Þetta skapar afleitt fordæmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einn og einn lögspekingumr lýsir efasemdum en Alþingi skellir skollaeyrum við. Aðeins Miðflokkurinn greiddi atkvæði gegn þessum lögum þó svo Flokkur fólksins hafi reyndar setið hjá.

Þegar Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn leggjast á sveif með ESB-flokkunum læðist að manni sá grunur að þrátt fyrir flokkssamþykktir og heitstrengingar þá séu þeir innst inni búnir að samþykkja gúrkusneiðar innlimunina.

Það er varla lengur hægt að tala um sofandahátt stjórnvalda - að þau fljóti sofandi að feigðarósi - þau höfðu valið og kusu að fljóta með.

Stefnan er á Gullna hlið Evropusambandsins.

Ragnhildur Kolka, 19.6.2018 kl. 10:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hrikalega satt hjá ykkur báðum, Páll og Ragnhildur. 

Það stefnir jafnvel í, að ESB-meðvirkir Sjálfstæðisflokksmenn eins og Guðlaugur Þór láti ACER-raforkumála-frekjupakkann frá Brussel yfir okkur ganga í haust! (bezt fræðast menn um hann á Moggabloggsíðu Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings: bjarnijonsson.blog.is).

Fyrsti ávæningur af þeirri uppgjöf mun líklega hafa komið fram í linkulegu máli Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og ráðherra; ennfremur í máli ESB-sinnaðs embættismanns sem gaf í skyn að ACER-málið yrði ekki uppáþrenging fyrir okkur, en fullyrðingar hans voru óðara hraktar af Bjarna Jónssyni og öðrum.

En í bili er brýnasta málið þetta: að hrinda af stað undirskriftasöfnun með áskorun til forseta Íslands, að hann skrifi EKKI undir þessi nýsettu ESB-persónuverndarlög. Unnið er að slíkri undirskriftasöfnun og sem flestir velkomnir að hjálpa þar til, og má hafa samband við mig með netbréfi á jvjensson@gmail.com eða hringingu í síma 616-9070.

Jón Valur Jensson, 19.6.2018 kl. 12:15

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er ömurlegt að horfa upp á aumingjaganginn í stjórnmálamönnum gagnvart evrópusambandsómyndinni. Annað eins samansafn af aulum, amlóðum og fullveldisafsalsgungum hefur ekki setið á Alþingi frá stofnun þess.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.6.2018 kl. 12:21

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Alþingismenn gera ekki það sem þeir eru kosnir til að gera.

Hvaða vald hefur náð tökum á þeim.

Eru þeir fylltir, og látnir gera eitthvað sem ekki þolir dagsljósið?

Síðan er sagt, gerðu eins og þér er sagt, eða þú skalt hafa verra af.

Einhvern tímann, las ég grein um Allan Dulles, sem var yfirmaður CIA,

(Central Intelligence Agency).

Slóð

Handgenginn konungi.

Þar var sagt frá því að yfirmanni í stjórnsýslunni, var boðið í mat með Allan Dulles, yfirmanni CIA.

Þar í matarboðinu, rakti yfirmaður CIA öll mistök væntanlegs yfirmanns í þinginu, og allra ættingja og vina,  man ekki nú nákvæmlega stöðuna, ef til vill þingforseti?

Eftir þennan fund, gat þessi maður skilið að best væri að hafa sig hægan, og gera ekkert sem gæti angrað   Allan Dulles, yfirmann CIA, (Central Intelligence Agency).

Stundum hefur það komið fyrir að aðili hefur sagt, já blessaðir birtið þið allt sem þið viljið af myndunum, og þá var vald hótarans, þvingunarmannsins þrotið.

Við vonum að Ísland bjargist.

Já,- Guð blessi Ísland.

Egilsstaðir, 20.06.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 20.6.2018 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband