Þriðjudagur, 12. júní 2018
Vinstri-Viðreisn fæst ódýrt
Að kveldi kjördags sagði formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að flokkurinn myndi selja sig dýrt í höfuðborginni.
Verðmiðinn er kominn, tildurembætti forseta borgarstjórnar. Viðreisn selur sig ódýrt vinstrimeirihlutanum, humarinn kemur án hvítvíns - kók nægir.
Vinstri-Viðreisn stimplar sig inn á óreiðuvæng stjórnálanna enda á flokkurinn þar heima.
Borgarlína lykilmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki að undra að tekið hafi þetta langan tíma að semja "málefnasamninginn". Það hlýtur að vera þrælapúl að sjóða saman svona plaggi á þetta margar blaðsíður, um nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut. Innantómt orðagjálfur án svo mikils sem viðleitni til að útskýra hvernig framkvæma eigi þvæluna, eða hvenær. Sviðreisn hlýtur að teljast með því ódýrasta drasli sem rekið hefur á fjörur hérlendra stjórnmála. Andi formannsins svífur yfir vötnum. "Gambla feitt", gaspra hátt, en borga aldrei, aldrei, aldrei!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.6.2018 kl. 00:02
Krataflokkurinn Viðreisn fór á brunaútsölu, var tilbúinn að borga með sér ef með þyrfti.
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.6.2018 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.