Þriðjudagur, 12. júní 2018
Trump sigrar kommúnisma - múslímaheimurinn bíður
Handaband leiðtoga hins frjálsa heims og lítils kommúnistaríkis með kjarnorkuáætlun er tekið sem tákn um heimsfrið. Norður-Kórea er síðasta kommúnistaríkið sem ógnar heimsfriðnum. Kína er að vísu kjarnorkuvopnað kommúnistaríki en þykir of tengt heimsviðskiptum til að kveikja ófriðarbál.
Kommúnismi er ekki lengur lifandi hugmyndafræði í samkeppni við vestrænt lýðræði. Á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu liggur aftur Íran, múslímskt klerkaveldi með kjarnorkuvopnametnað. Islam er lifandi hugmyndafræði með ítök víða um heim, líkt og kommúnisminn áður, þótt kjarnasvæði hugmyndafræðinnar sé miðausturlönd.
Næsta áskorun vestrænnar siðmenningar er múslímaheimurinn. Sitjandi leiðtogi hins frjálsa heims er betur í stakk búinn en forverinn í hólmgönguna. Sá hét Barack Hussein Obama.
Trump og Kim undirrituðu sáttmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trump er í "realpólitík" með þessum sáttmála, sem verður til þess að heimurinn andar léttara um sinn. En hann "sigrar ekki kommúnismann" í Norður-Kóreu með þessu, heldur styrkir hann í sessi líkt og Nixon og Kissinger gerðu varðandi Kína á sínum tíma.
Ómar Ragnarsson, 12.6.2018 kl. 08:20
Sammála Ómari.
Wilhelm Emilsson, 12.6.2018 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.