Sérfræðikostnaður þingflokka og huldublaðamennska

Þingflokkar fá ótaldar milljónir króna árlega frá ríkinu til að kaupa ,,sérfræðiþjónustu." Hluti af þessum peningum fer í að kaupa almannatengslaþjónustu sem vefmiðlar selja undir formerkjum blaðamennsku.

Ekki fyrr en þingflokkum verður gert að opna bókhaldið og sýna hvert sérfræðingakostnaðurinn rennur er hægt að koma í veg fyrir huldublaðamennsku af þessu tagi.

Flokkar eins og Píratar, Viðreisn og Samfylking hljóta að ríða á vaðið og opna bókhald þingflokkanna. Þarf nokkuð að vera á huldu?


mbl.is Nafnlausar herferðir ekki ólöglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Huldublaðamenn leynast víða.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2018 kl. 22:16

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það getur varla verið vandamál fyrir flokkana að greina frá kaupum á sérfræðiþjónustu. Þeir eru allir sammála um gegnsæi vinnubragða.

Ragnhildur Kolka, 11.6.2018 kl. 22:19

3 Smámynd: Aztec

Það sem forsætisráðuneytið vill er að afnema tjáningafrelsið. Á tímum ógæfustjórnar Jóhönnu reyndi stalínistinn Ömmi að ritskoða internetið. Honum tókst það ekki þá og Katrínu mun ekki takast það nú.

Aztec, 11.6.2018 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband