Makaheimska og ráðið við henni

Sumt fólk er of vitlaust til að velja sér maka. Makaheimska er mannlegt ástand, verður ekki bönnuð með lögum, og nú er krafa um að kerfið, þ.e. ríkið, bregðist við.

Ríkistryggðir makar er eitt úrræði, sem má kanna. Ríkistryggðir makaður kæmu með ábyrgð frá ríkinu (heilbrigði, geðheilsa, þrifnaður, stjórnmálaskoðanir etc). Þeir sem gangast undir stöðlun sem ríkismakar fengju umbun, t.d. hálfar örorkubætur.

Makaheimska fólkið gæti tryggt sér ríkismaka með sérstökum samningi og yrði um leið að uppfylla skilyrði að vera tækt í makasamband.

Ef útaf bregður og annað tveggja sá makaheimski eða ríkismakinn halda ekki máli er ákvæði í makasamningi um ógildingu - með lögregluvaldi ef þörf krefur.

Þeir sem hvorki eru makaheimskir né hafa áhuga á að verða ríkismakar geta fundið sér maka á eigin ábyrgð - svona eins og normalt fólk. 


mbl.is „Ég er ekki lengur hrædd við hann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Kostar klof að ríða ríkisröftum..

Guðmundur Böðvarsson, 6.6.2018 kl. 19:01

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er málefni fyrir tryggingafélögin.  Fólk tryggir sig gegn tjóni vegna sjúkdóma, andláts, eldsvoða, bíla- og flugóhöppum, svo eitthvað sé nefnt.  Því ekki líka áföllum vegna "makatjóns"?

Kolbrún Hilmars, 7.6.2018 kl. 13:38

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þetta finnst mér einstaklega ósmekkleg færsla, Páll.

Sigríður Jósefsdóttir, 7.6.2018 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband