Evran þolir ekki lýðræði

Verðlækkanir á mörkuðum í Evrópu eru raktar til þingkosninga á Ítalíu sem voru ógiltar með forsetavaldi þar eð nýkjörinn þingmeirihluti var á móti aðild Ítala að evru-samstarfinu.

Ítalir komust að þeirri niðurstöðu að evran hentar ekki sem þjóðargjaldmiðill. Evran tekur mið af hagkerfi Þjóðverja fyrst og fremst en síður Suður-Evrópuríkja.

En lýðræðislegur þjóðarvilji á ekki upp á borðið hjá ráðandi öflum í Evrópusambandinu. Bæði Macron Frakklandsforseti og Merkel kanslari Þýskalands lofuðu ákvörðun Ítalíuforseta að ógilda nýafstaðnar þingkosningar.

Hvað Ítalíu varðar eru lýðræði og evra ósamrýmanleg. Í þessari umferð víkur lýðræðið. Hve lengi?


mbl.is Mikil lækkun á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að evran þoli ekki lýðræðið er ekki ný frétt. Hún hefur, allt frá því Þýskaland gaf samþykki sitt fyrir henni, allta þjónað Þýskalandi.

Ragnhildur Kolka, 29.5.2018 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband