Valdabarátta í verkó: Gylfi eineltur

Valdabaráttan í verkalýðshreyfingunni tekur á sig þá mynd að uppreisnarfélögin VR, Efling og fleiri leggja Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ í einelti. Uppreisnarfélögin láta eins og Gylfi sé ASÍ en ekki lögmætur forseti stærsta verkalýðssambandsins.

Þótt það kunni að virka betur sem herfræði í skæruhernaði að beina spjótum að einstaklingi er óhamingja launafólks handan við hornið.

ASÍ á óbeina aðild að stjórnkerfinu með því að ríkisstjórn hvers tíma leggur sig í líma við að fá samstöðu með verkalýðshreyfingunni í málum er varða launþega og efnahagsstjórnun. Lykillinn að áhrifum ASÍ er að samtökin tali einum rómi.

Skæruliðarnir sem hælbíta Gylfa munu ekki tala einum rómi eftir byltinguna. Verkalýðshreyfingin verður sundruð og ósamstæð. Uppreisnaröflin munu ekki hækka launaþakið heldur gefa gólfbitarnir eftir þegar snillingarnir hópast á sviðið, hver með sitt kröfuspjald. Þeir sem fara verst úr orrahríðinni eru láglaunafólk.


mbl.is Vantrauststillaga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Fáum við þá ekki 3% hækkunina okkar?

Guðmundur Böðvarsson, 29.5.2018 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband