Rétt hjá Vigdísi, Viðreisn á ekki framtíð sem vinstriflokkur

Viðreisn getur ekki orðið fimmta hjólið undir vagni vinstrimeirihluta í Reykjavík. Fimmta hjólið er varadekk og að Viðreisn verði varaskeifa fyrir fallinn meirihluta kemur flokknum í koll í næstu þingkosningum.

Til að Viðreisn eigi sér framhaldslíf yrði versti kostur flokksins að festast í smáflokkakraðakinu á vinstri vængnum.

Vigdís Hauksdóttir sér fram á að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn, Miðflokkur og Flokkur fólksins myndi meirihluta. Það væri í anda megin niðurstöðu kosninganna þar sem kjósendur höfnuðu vinstrimeirihlutanum.


mbl.is Vigdís sér fyrir sér meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kratinn í Þorgerði mun eiga erfitt með að skríða ekki uppí hjá Samfó, eN þá er eftir að sjá hvor hliðin snýr upp á Þórdísi og Pawel. Ég er sammála Vigdísi, ef þau stimpla sig inn sem vinstriflokk er ég hrædd um að þau týnist í flokkaflóðinu á þeim vængnum.

Ragnhildur Kolka, 27.5.2018 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband