Fimmtudagur, 24. maí 2018
Fullur sigur Sigríðar
Hæstiréttur staðfesti að Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra skipaði dómara í landsrétt sem að fullu eru hæfir til starfsins.
Pólitískur hávaði um að aðrir umsækjendur ættu tilkall til að fá skipun í millidómsstigið er aukaatriði í málinu.
Enn ómerkilegri er sá hávaði að valnefnd út í bæ standi ofar í stjórnskipun landsins en stjórnarráðið og alþingi.
Til hamingju, Sigríður.
Vísað til Mannréttindadómstólsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var ánægjuleg en ekki óvænt niðurstaða. Sigríður fór í öllu samkvæmt lögum um skipun í Landsrétt. Það var pínlegt að fylgjast með sjálfbirgingshætti nefndarinnar þegar hún reyndi að lesa meira út úr lögunum en efni stóðu til. Og ekki síður var það pínlegt að hlusta á Boga Agústsson reyna að halda lífi í ímyndunarveiki nefndarinnar í viðtalinu við Sigríði á DDRÚV í gær.
Ætli það sé heilög skylda fréttamanna á stöðinni að gera sig að fíflum hvenær sem tækifæri gefst?
Ragnhildur Kolka, 25.5.2018 kl. 09:37
Höfundur blandar hér saman hugtökunum hæfni og hæfi og leggur þau að jöfnu þrátt fyrir að vita vel að þau hafi gjörólíka merkingu.
Því hefur aldrei verið haldið fram að neinn þeirra dómara sem voru skipaðir í Landsrétt skorti hæfni, heldur að þá skorti hæfi.
Maður getur haft mikla hæfni en samt verið bullandi vanhæfur. Mann getur líka skort hæfni þrátt fyrir uppfylla öll hæfisskilyrði.
Eflaust hafa allir umsækjendurnir verið nógu hæfileikaríkir fyrir starfið, en það breytir engu um að þeir voru ólöglega skipaðir.
Hæstiréttur skipti ekki heldur um skoðun á því með dómi sínum í gær, heldur ítrekaði þvert á móti að ekki hefði verið farið að lögum við skipanina, en bætti því svo við að það lögbrot af hálfu þeirra sem að skipaninni komu ætti samt ekki að leiða til vanhæfis viðkomandi dómara.
Að fenginni þeirri niðurstöðu fer málið næst til Mannréttindadómstóls Evrópu og réttaróvissan um lögmæti Landsréttar framlengist um nokkur ár.
Enginn hefur sigrað neitt með því að viðhalda þeirri óvissu.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2018 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.