Mánudagur, 21. maí 2018
68-kynslóđin og óreiđan
68-kynslóđin er fimmtug í ár. Réttara sagt er hugtakiđ fimmtugt, sjálf kynslóđin er komin á ellilífeyrisaldur. Međ 68-kynslóđinni er átt viđ fólk sem fćddist í seinna stríđi rétt ţar á eftir.
Kynslóđin er kennd viđ hippa, friđ og öfgar. Sítt hár og eiturlyf, andóf gegn Víetnam-stríđinu og morđveislu Baader-Meinhof í Ţýskalandi og Rauđu herdeildanna á Ítalíu.
Ef ţađ er eitthvađ eitt pólitískt hugtak sem 68-kynslóđin skilur eftir sig er ţađ ekki sósíalismi, ţótt margir hafi hallast ţá átt, t.d. Tariq Ali, heldur frjálslyndi.
Ein besta bókin um viđhorf 68-fólksins er eftir Todd Gitlin: Ár vona, dagar reiđi. Frjálslyndiđ hélst í hendur viđ sjálfhverfu. Gitlin segir frá kröfunni um ađ sérhver ćtti ađ vera sinn eigin kenningarsmiđur, leggja fram prívatanalísu á hnignun borgaralegs samfélags.
Hrađspólum söguna í 50 ár. 68-arfurinn, frjálslynd sjálfhverfa, er menninguna lifandi ađ drepa. Krafan um ađ hver og einn smíđi sína kenningu um samfélagiđ leiđir til tómhyggju sjálfhverfustjórnmála. Sameiginleg gildi eru ekki lengur til né heldur sameiginlegur skilningur á hvernig samfélag skuli byggja. Allir eru spes og tefla fram eigin heimsmynd eftir naflaskođun í 15 sekúndur. Ef allt er jafn rétt er ekkert rangt.
Vinsćlasta sjálfshjálparbókin ţessi misserin er 12 lífsreglur Jordan Peterson. Undirtitillinn er ,,móteitur gegn óreiđu." Ţá óreiđu má rekja til 68-kynslóđarinnar.
Athugasemdir
Pillan kom um svipađ leyti, kannski ađeins fyrr. Áhrif hennar á líf vesturlandabúa eru óumrćđuleg.
Hörđur Ţormar, 21.5.2018 kl. 21:21
Ţetta er allt Bítlunum ađ kenna! :)
Wilhelm Emilsson, 22.5.2018 kl. 01:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.