Mánudagur, 14. maí 2018
80% andstaða gegn ásælni ESB
Evrópusambandið ætlar sér yfirstjórn orkumála á Íslandi með einhliða breytingum á EES-samningnum. 80 prósent Íslendinga eru andvígir því að yfirstjórn orkumála flytjist frá Íslandi til Brussel samkvæmt nýrri könnun.
Ríkisstjórnin og alþingi geta hafnað ásælni Evrópusambandsins í orkuauðlindir landsins með því að segja nei við breytingum á EES-samningnum.
Þegar þjóðarviljinn er jafn skýr og afgerandi ætti ekki að vera tiltökumál að segja þvert nei við breytingum á EES-samningnum.
Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er gleðiefn i, að Íslendingar eru sér meðvitaðri um þetta mál en ýmsir aðrir, eins og fram kom í könnuninni, sem og, að 80% taka afstöðu gegn valdaframsali til ACER, sem fengi þannig afgerandi áhrif á okkar orkudreifingu og verðlag rafmagns til okkar sjálfra (allt að tvöföldun verðsins hlytist af sæstrengsmálinu). Nýtum okkar takmörkuðu orkulind fyrir okkur sjálfa til framtíðar.
Jón Valur Jensson, 14.5.2018 kl. 12:43
Ég er ekki frá því að andstaða almennings í Noregi hafi verið svipuð og hér. Engu að síður beygði pólitíska elítan sig í duftið fyrir valdinu í Brussel og Noregur samþykkti yfirvald ACER yfir norskum orkuhagsmunum.
Tek undir með ykkur - við eigum ekki að gefa eftir auðlindir okkar.
Ragnhildur Kolka, 14.5.2018 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.