Málaferli RÚV

RÚV kaupir sig frá málaferlum međ annarri hendinni en međ hinni stefnir RÚV gagnrýnendum  fyrir dómstóla. Magnús Geir útvarpsstjóri gerir grein fyrir afstöđu stofnunarinnar til ţess ađ kaupa sig frá málaferlum. En hann á eftir ađ útskýra hvers vegna RÚV á ţađ til ađ stefna ţeim sem gagnrýna stofnunina. 

Bloggari varđ fyrir málssókn fréttamanns RÚV og skrifađi í framhaldi tölvupóst til Magnúsar Geirs ţann 27.3. 2014. Svar hefur enn ekki borist. Tölvupósturinn er birtur hér ađ neđan.

 

Sćll Magnús Geir og til hamingju međ stöđu útvarpsstjóra,

í haust stefndi fréttamađur RÚV, Anna Kristín Pálsdóttir, mér fyrir blogg sl. sumar ţar sem ég gagnrýndi frétt sem Anna Kristín flutti 16. júlí sl. um ESB-mál.

Lögmađur Önnu Kristínar er Kristján Ţorbergsson, sem lengi hefur starfađ fyrir RÚV. Bćđi sú stađreynd og ummćli sem Anna Kristín lét falla benda til ţess ađ stefna hennar sé studd beint eđa óbeint af RÚV, ţ.e. ađ fyrrverandi útvarpsstjóri og/eđa framkvćmdastjóri fréttadeildar hafi haft milligöngum um stefnuna.

Af ţví tilefni langar mig ađ spyrja ţig ađ tvennu:

a) veist ţú til ţess ađ yfirmenn RÚV hafi međ einhverjum hćtti skuldbundiđ stofnunina til ađ styđja viđ málssókn fréttamanns RÚV, Önnu Kristínar Pálsdóttur, gegn undirrituđum?

b) telur ţú eđlilegt ađ fréttamenn RÚV stefni einstaklingum út í bć sem gagnrýna fréttaflutning RÚV?

Frávísunarkröfu minni var hafnađ og málflutningur fer fram í nćsta mánuđi. Mér ţćtti vćnt um ađ fá svar frá ţér innan ekki of langs tíma.

Í viđhengi sendi ég ţér greinargerđina sem ég sendi hérađsdómi og hér ađ neđan er hlekkur á blogg ţar sem helstu efnisatriđi koma fram.

bestu kveđjur
páll

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1311043/


mbl.is RÚV valdi milli slćmra valkosta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Gott blogg hjá ţér Páll sem endranćr, Menn vonuđust til ţess ađ RUV myndi skána ţegar Magnús Geir tók viđ stjórn ţar en ţví miđur hann hefur tekiđ ađ allan vafa um ţađ ađ hann er alger labbakútur hvorki fugl né fiskur.

kv. hrossabrestur.

Hrossabrestur, 12.5.2018 kl. 22:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband