Persónuhatur í verkó - rök bíta ekki

Vinstrimönnum hættir til, í meira mæli en hægrimönnum, að persónugera pólitísk átök. Löng hefð er fyrir persónuóvildinni. Karl Marx, sem varð 200 ára um daginn, hataðist við nær alla - nema þá sem gáfum honum pening til að skrimta og skrifa um draumaríkið.

Verkalýðshreyfingin er til vinstri í sögunni. Þegar velferðaríkið náði þroska, eftir seinna stríð, urðu mjúkir kratar, stundum kallaðir tæknikratar, ráðandi í hreyfingunni. Tæknikratar, eins og hægrimenn, sjá meginlínur í þróuninni. Ef kaupmáttur vex, atvinnuleysi er lítið og hagvöxtur lofandi eru allir sáttir.

Nema, auðvitað, róttæklingarnir sem sjá auðvaldið í hverju horni, hvort heldur í Hörpu eða húsakynnum ASÍ. 

Rök bíta ekki á róttæklinga. Þeir búa í öðrum hagtöluheimi en fólk flest. Þegar rökin þrýtur er farið í manninn.


mbl.is Vill vantraust á Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband