Fimmtudagur, 10. maí 2018
Forsetinn, Kolbrún og ómenning góða fólksins
Við erum íslensk af tungumálinu og búsetunni. Landið og tungan er menning okkar, íslensk menning. Ef annað tveggja tapaðist færi hitt forgörðum í kjölfarið. Þetta eru augljós sannindi sem hvert mannsbarn skilur - nema góða fólkið.
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara í Fréttablaðið sem byrjar svona:
Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi.
Síðan hvenær, Kolbrún? Gufaði íslensk menning upp þegar þú sást fyrsta útlendinginn í Kvosinni sem ekki var ferðamaður?
Menning okkar er íslensk. Þótt fleiri eða færri útlendingar búi hér til lengri eða skemmri tíma er menningin okkar íslensk. Ekki pólsk, múslímsk, bandarísk, dönsk eða afgönsk. Heldur íslensk og hefur verið það í þúsund ár.
Forsetinn flytur ræður í útlöndum um gildi íslenskrar menningar, tungumálsins, á meðan leiðarahöfundar boða ómenningu góða fólksins með forliðnum fjöl.
Fjölmenning Kolbrúnar og góða fólksins beið skipbrot í Evrópu á síðustu öld. Hún leiddi af sér afkimamenningu sem ól af sér hatur minnihlutahópa á samfélaginu er veitti þeim viðtöku. Í Þýskalandi er ekki lengur talað um fjölmenningu heldur aðlögun útlendinga að þýskri menningu.
Kolbrún og góða fólkið ætti að læra af reynslu Evrópuríkja og afleggja tal um ómenningu fjölmenningarsamfélagsins. En kannski er það ekki nógu siglt til að geta lært af reynslu annarra þjóða. Góða fólkið situr ævilangt á krataþúfunni í Kvosinni og trúir boðskap af ruslahaugi sögunnar.
Allir tapa ef íslenskan glatast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tel enga hættu á því að íslenskan tapist.
=Það eru forréttindi að hugsa á íslensku.
Stundum getur NÝR MIKILVÆGUR ERLENDUR BOÐSKAPUR SEM AÐ VEITIR VON OG HJÁLP
vegið þyngra en eitthvert þjóðernis-víkingsstolt þar sem að menn höggva hvorn annan í herður niður bara ef að þeir liggja vel við höggi.
Jón Þórhallsson, 10.5.2018 kl. 16:40
Við Íslendingar höfum einir og óstuddir reynst fullfærir um það að standa að hernaðinum gegn íslenskunni með barnalegu enskusnobbi.
Það er ekki fjölmenning frá Evrópu sem stendur að upptöku bandrískra verslunarhugtaka hugtaka og hátíðisdaga eins og Tax free, Black Friday og Cyber Monday eða að henda frá sér Flugfélagi Íslands og Nýherja og taka upp Air Iceland connect og Origó í staðinn.
Ómar Ragnarsson, 10.5.2018 kl. 20:01
Ég er jafn íslensk og þessi Kolbrún og hef fullan rétt á að mótmæla að unnið sé af miklum móði að eyða íslenskri menningu. Hversu mikið sem skoðanir áhangenda flokks hennar langar að skipta okkur út fyrir "útlendinga frá mörgum ólíkum löndum til að laða fram fjölbreytileika". Þeir sem verjast þessu Evrópu áhlaupi geta verið harðir í horn að taka,þá kallar frúin "dólga". Ekki spyr ég að sjálfsbirgings hættinum um leið og hún hreykir sér og sínum fyrir mannúðina.
Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2018 kl. 02:35
Þetta er rétt hjá Ómari ... maður á ekki að hengja bakara fyrir smið og ásaka "aðra" um það sem maður sjálfur á sök á.
Örn Einar Hansen, 11.5.2018 kl. 07:03
Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í samfélagi þar sem margir menningarheimar koma saman og sem er jafnframt grundvallað á vestrænum gildum frelsis og jafnréttis. Spurningin er sú hvernig við fáum þetta til að ganga upp án þess að átök milli þessara menningarheima stigmagnist, án þess að glata okkar eigin upprunalegu menningu og án þess að glata þeim gildum sem samfélagið byggir á.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2018 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.