Lævís áróður RÚV

Í lok RÚV-fréttar í sjónvarpinu um kjaradeilu ljósmæðra sagði fréttamaður að ekki hefði tekist að ná í heilbrigðisráðherra í dag. Margoft hefur komið fram að ljósmæður, líkt og aðrar starfsstéttir ríkisins, semja við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör.

Hvers vegna fann fréttamaður sig knúinn til að segjast ekki hafa fengið heilbrigðisráðherra í viðtal? Jú, til að láta svo líta út að ráðherra væri á flótta í máli sem hann þó á ekki formlega aðild að - er ekki með forræði málsins.

RÚV á að upplýsa en ekki reka eiturnöðrupólitík.


mbl.is „Við erum að fara fram á leiðréttingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband