Vælið í Woodstock-kynslóðinni og börnum hennar

Woodstock-kynslóðin, 65 ára og eldri, kenndi börnum sínum eftirfarandi: við viljum lífsgæði, forréttindi - og það strax - en alls ekki axla ábyrgð á lífi okkar, segir í gagnrýni á þessar tvær kynslóðir í Welt.

Nokkuð til í þessu, með fyrirvara um alhæfingar. Á Íslandi vælir Woodstock-kynslóði um bág kjör aldraða. Þetta er sú kynslóð sem best hefur haft kjörin allra kynslóða Íslandssögunnar. Hún getur hætt að vinna í blóma lífsins, 65-70 ára, á góðum lífeyri og á meiri eignir en sögur fara af öðrum kynslóðum. Vælir samt út í eitt um hve lífið sé skítt.

Börn þessarar kynslóðar, á fimmtugs og sextugsaldri, bera mesta ábyrgð á hruninu og þar var ekki ábyrgðinni fyrir að fara. Hugmyndi var að veðsetja óbornar kynslóðir Íslendinga með Icesave I-III. Góðu heilli voru ekki öll eplin skemmd. Ólafur Ragnar af Woostock-kynslóðin gekkst fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og barn kynslóðarinnar, Sigmundur Davíð, fann leið til að láta þrotabú bankanna bera skaðann. (Meðal annarra orða: hvers vegna er ekki komin stytta af Sigmundi Davíð við hlið Jóns Sig. á Austurvelli?)

Heimtufrekju tveggja kynslóða til lífsgæða, sem ekki eru sjálfbær, er tímabært að reisa skorður við. Það má byrja á því að hækka lífeyrisaldurinn upp í 75 ár. Vinnandi fólk hefur minni tíma í vælið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Stytta af Sigmundi Davíð á Austurvelli myndi vekja heimsathygli eins og fyrirmyndin :)

Wilhelm Emilsson, 2.4.2018 kl. 19:49

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ætli sé ekki best að bíða með styttu af Sigmundi um sinn. Það er nú nýbúið að tjarga og fiðra NATO styttuna á Hagatorgi. Aldrei að vita nema athafnamennirnir lumi enn á efniviðnum.

Ragnhildur Kolka, 2.4.2018 kl. 21:38

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það voru ekki allir á Woodstock, Páll. Hvorki í orði, né á borði. Ég myndi flokka þennan pistil undir alhæfingavaðal.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2018 kl. 02:15

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Með kveðju! smile

https://www.youtube.com/watch?v=TrWNTqbLFFE

Wilhelm Emilsson, 3.4.2018 kl. 05:59

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Wilhelm, þessi er betri ..

https://www.youtube.com/watch?v=I6_wS4WFCmk

Örn Einar Hansen, 3.4.2018 kl. 07:41

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Síðan fyrir þá sem aldrei komu til Woodstock, þá er bara að horfa á þessa útgáfu ... og sjái menn, þetta gæti bara verið í þórsmörkinni hér áður ... eða verslunarmannahelgi á Íslandi!

Enginn ástæða að öfundast út í Woodstock kynslóðina, þetta gerðist á ári hverju heima fyrir hér áður.

https://www.youtube.com/watch?v=_yrGJSPndf8

Örn Einar Hansen, 3.4.2018 kl. 07:56

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Bjarne. Frábær útgáfa af laginu.

Wilhelm Emilsson, 3.4.2018 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband