Þriðjudagur, 27. mars 2018
Rússahatur og vestrænt dramb
Í kalda stríðinu var heiminum skipt upp í tvo hluta, lýðræðis og kapítalisma annars vegar og hins vegar kommúnisma og ríkisreksturs. Þjóðum heims var gert að velja þar á milli. Kalda stríðinu lauk fyrir bráðum 30 árum.
Bandaríkin og Nató stóðu grá fyrir járnum andspænis Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu, sem steyptust í glötun með falli Berlínarmúrsins.
Rússland og Sovétríkin voru samheiti í kalda stríðinu og þriðja samheitið var kommúnistaríki. Tvö af þessum heitum, Sovétríkin og kommúnistaríki, eru merkingarlaus. Það þarf að fara austur til Kína og Norður-Kóreu til að finna kommúnistaríki.
Uppspretta Rússahaturs samtímans er ekki hugmyndafræði heldur vestrænt dramb. Eftir fall Sovétríkjanna varð til sniðmát um yfirburði vestræns lýðræðis og kapítalisma. Bók Francis Fukuyama um endalok sögunnar var ein útgáfa. Sniðmátið gerði ráð fyrir að öll heimsbyggðin yrði vestræn.
Í stuttu máli virkaði sniðmátið ekki, hvorki í miðausturlöndum né í Austur-Evrópu. Enn síður á fjarlægari slóðum, samanber Kína.
Í stað þess að endurskoða sniðmátið leituðu vestræn ríki að afsökun fyrir því að sniðmátið um vestræna yfirburði virkaði ekki. Rússland og Pútín urðu blórabögglar þegar vestrænn yfirgangur mætti köldum veruleika.
Taka mið af stærð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.