Föstudagur, 23. mars 2018
Huldustjórnmál
Starfandi fjölmiðlar s.s. Morgunblaðið, RÚV, Fréttablaðið, DV, Kjarninn, Hringbraut og Stundin eru allir með sínar áherslur, byggðar á ritstjórnarstefnu, sögu og eignarhaldi og og ekki síst starfsmönnum þessara fjölmiðla.
Til viðbótar eru bloggsíður einstaklinga og hópa sem syngja með sínu nefi og er hægt að greina og setja í samhengi við umræðu líðandi stundar. Ofan á þetta bætast samfélagsmiðlar þar sem hverskyns efni er dreift, ókeypis eða kostað.
Það er með öðrum orðum hægt að kortleggja mest alla miðlun uppræðu og upplýsinga. Samt sem áður gengur hópur þingmanna fram fyrir skjöldu og gerir því skóna að ,,hulduaðilar" hafi haft áhrif á síðustu tvennar þingkosningar.
Tilgangur þingmannahópsins er að sá fræjum tortryggni og gefa þeirri samsæriskenningu undir fótinn að myrk öfl stýri niðurstöðum kosninga. Það eru huldustjórnmál.
Vilja skýrslu um hulduaðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.