Miðvikudagur, 21. mars 2018
Samfélagsmiðar, Rússar og Trump
Vinsælasta pólitíska kenningin síðustu daga er að (mis)notkun samfélagsmiðla hafi tryggt kjör Donald Trump í forsetaembætti Bandaríkjanna haustið 2016. Þar með er Pútín-kenningunni um kjör Trump ýtt til hliðar.
Á meðan frjálslyndir smiðir samsæriskenninga leita dyrum og dyngjum að stóra samsærinu er fleytti Trump í Hvíta húsið er húsbóndinn þar á bæ kominn langt með að tryggja sér endurkjör árið 2020.
Sannleikurinn er einfaldari en allar samsæriskenningar. Trump náði kjöri sökum þess að hann náði eyrum bandarísku þjóðarinnar.
Forstjóri Cambridge Analytica rekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.