Trú, stjórnmál og stórveldi en minnst lýðræði

Trú er eitt sjónarhorn á deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll ríkin þar, utan Ísrael, eru múslímsk. Megingreinar íslam eru súnnar og shítar. Bandalag súnna eru Íran, Sýrland og Írak, eftir fall Hussein, sem var súnni. Sádí-Arabía og Tyrkland eru helstu súnnaríkini.

Ofan á trúarsjónarhornið koma stjórnmál. Kúrdar, sem eru múslímar en ekki arabar, og búa í landamærahéruðum Tyrklands, Írak og Sýrlands, krefjast sjálfstæðis. Sjálfstætt Kúrdistan tæki land og auðlindir frá hinum ríkjunum.

Þriðja sjónarhornið eru stórveldahagsmunir. Bandaríkin og Nató-þjóðirnar á vesturlöndum töldu óhætt að styrkja sig aftir fall Sovétríkjanna. Innrásin í Írak 2003 var liður í þeirri viðleitni. Frá kalda stríðinu voru Sádí-Arabía og Tyrkland, sem er Nató-ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna.

Arabíska lýðræðisvorið í kringum 2010 átti samkvæmt vestrænum sjónarmiðum að vera krafa um nýskipan í miðausturlöndum. Innrásin í Írak felldi einn leiðtoga, Hussein. Næstir í röðinni voru Gadaffi í Líbíu og Assad í Sýrlandi.

Lýðræðið risti grunnt. Í trúarmenningu múslíma er lýðræði framandi hugtak. Menn eins og Hussein, Gadaffi og Assad stjórnuðu sínum ríkjum í bandalagi ættbálka og minnihlutahópa. Þegar bandalög riðluðust varð fjandinn laus og upphófst stríð allra gegn öllum. Sem er um það bil staðan í dag.

Lærdómurinn af upplausninni í miðausturlöndum er að stöðugleiki ríkja ræðst ekki af hve lýðræðisleg þau eru heldur af staðbundnum aðstæðum, sem hafa því minna að gera með lýðræði eftir því sem löndin standa fjær vestrænni menningu.

 


mbl.is Rússar leiddu Assad í átt að sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hélt nú að kollegi Hussein hefði verið súnni sem stjórnaði í minnihluta þeim meirihluta sjítum sem byggja Írak og hefði fari í stríð gegn sjítum í Iran í trausti stuðnings frá USA sem brást. Eða er ég að misskilja þetta. Hver er eiginlega munurinn á þessum afbrigðum?

Halldór Jónsson, 19.3.2018 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband