Viðreisn; eins manns flokkur fárra atkvæða

Ef ekki væri fyrir Benedikt Jóhannesson væri Viðreisn ekki til, sagði Þorgerður Katrín, sitjandi formaður, í upphafi landsþings flokksins. 

Ástæðan fyrir því að stofnandinn hrökklaðist úr brúnni er að atkvæðum fækkaði. Nú eru þau orðin svo fá að ekki er gefið upp hve mörg þarf til að fá kjör sem formaður Viðreisnar.

Viðreisn er stofnuð af fólki sem einangraðist í Sjálfstæðisflokknum. Viðreisnarfólk sá blámann í austri, Evrópusambandið, hvers fána var flaggað á landsfundi flokksins. 

ESB-fáninn en engin atkvæði. Það eru eftirmæli Viðreisnar.


mbl.is Gefa ekki upp tölur í formannskjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þorgerður Katrín er að reyna að mála sig fórnarlamb, en enginn er að kaupa það. Ekki einu sinni flokksmenn Viðreisnar.

Hún verður stóryrtari og bitrari með hverjum degi. 

Ragnhildur Kolka, 12.3.2018 kl. 15:15

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll

Þetta virðast vera 2-3 fjölskyldur þar sem fjölskylda og tengdafólk Þorsteins Pálssonar eru lunginn úr hópnum. Svona frekar fámenn fermingarveisla.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 12.3.2018 kl. 16:36

3 Smámynd: Réttsýni

Það verður þó ekki tekið af Viðreisn að þótt þau séu fámenn þá er alla vega mun meira vit í hverjum og einum flokksmanna en fyrirfinnst t.d. í Sjálfstæðisflokknum, hvað þá þessum aragrúra af gargandi vonna-bíum sem fylgja því spillingardýki að málum.

Réttsýni, 12.3.2018 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband