Ögmundur um skoðanakúgun Egils, RÚV og Stundarinnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á röngunni þegar hún mætti á fund um stríðið í Sýrlandi, segir Egill Helgason, RÚV og Stundin - þ.e. bandalag frjálslyndra vinstrimanna. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, svarar:

Við fyrstu umhugsun hefði ég haldið að óhætt væri fyrir hvern sem er, líka forsætisráðherra, að sækja fund þar sem færð væru fyrir því rök að stríð í tilteknu landi kynni að eiga sér aðrar skýringar en þær sem okkur væru kynntar í fréttatímum fjölmiðlanna.
Í kúgunarþöggun er hins vegar enginn óhultur þegar vilji er til að grafa undan fólki: „Var á fundi með málpípu kúgara! Þarf frekar vitnanna við?"

Er það svona sem við viljum hafa það?

Þótt fundur um Sýrland sé deiluefnið á yfirborðinu býr meira undir. Löng hefð er fyrir því að kratar, frjálslyndir vinstrimenn, séu hlynntir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Forverar Vinstri grænna, Alþýðubandalagið og sósíalistar, voru aftur gagnrýnir á bandarískt auðræði og alþjóðlegan yfirgang þess.

Deilurnar um fundarsetu Katrínar eru hluti af stórpólitísku uppgjöri vinstrimanna þar sem afstaðan til heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Nató er miðlæg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alltaf skal Albanía stinga upp kollinum.

Ragnhildur Kolka, 12.3.2018 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband