Mánudagur, 12. mars 2018
Ögmundur um skoðanakúgun Egils, RÚV og Stundarinnar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á röngunni þegar hún mætti á fund um stríðið í Sýrlandi, segir Egill Helgason, RÚV og Stundin - þ.e. bandalag frjálslyndra vinstrimanna. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, svarar:
Við fyrstu umhugsun hefði ég haldið að óhætt væri fyrir hvern sem er, líka forsætisráðherra, að sækja fund þar sem færð væru fyrir því rök að stríð í tilteknu landi kynni að eiga sér aðrar skýringar en þær sem okkur væru kynntar í fréttatímum fjölmiðlanna.
Í kúgunarþöggun er hins vegar enginn óhultur þegar vilji er til að grafa undan fólki: Var á fundi með málpípu kúgara! Þarf frekar vitnanna við?"
Er það svona sem við viljum hafa það?
Þótt fundur um Sýrland sé deiluefnið á yfirborðinu býr meira undir. Löng hefð er fyrir því að kratar, frjálslyndir vinstrimenn, séu hlynntir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Forverar Vinstri grænna, Alþýðubandalagið og sósíalistar, voru aftur gagnrýnir á bandarískt auðræði og alþjóðlegan yfirgang þess.
Deilurnar um fundarsetu Katrínar eru hluti af stórpólitísku uppgjöri vinstrimanna þar sem afstaðan til heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Nató er miðlæg.
Athugasemdir
Alltaf skal Albanía stinga upp kollinum.
Ragnhildur Kolka, 12.3.2018 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.