Trump, Brexit og nú Ítalía

Á vesturlöndum geisar menningarstríð milli fjölmenningar annars vegar og hins vegar samfélagslýðræðis. Fjölmenningin boðar opin landamæri, frjáls alþjóðaviðskipti og menningarlega útþynningu. Samfélagslýðræði stendur fyrir þjóðmenningu og pólitíska ábyrgð stjórnvalda á velferð borgaranna.

Evrópusambandið er háborg fjölmenningarsinna. Í Brussel þótti forsetakjör Trump slæmt, Brexit verra en velgengni lýðsinna á Ítalíu er sýnu verst, skrifar Guardian. Ítalía er eitt sex stofnríkja Evrópusambandsins og þriðja stærsta efnahagskerfið í sambandinu.

Ítalíu er ekki hægt að setja út í horn eins og Austurríki, með kanslara sem vil hefta innflytjendastrauminn, eða höfða mál gegn, eins og Póllandi, sem ekki fylgir stefnu ESB í viðtöku flóttamanna.

Menningarstríðið í Evrópu lamar frjálslynda vinstriflokka, systurflokka Samfylkingar, skrifar William Hauge, fyrrum leiðtogi Íhaldsflokksins. Enda er fjölmenning ær og kýr frjálslyndra vinstrimanna.

 

 

 


mbl.is Renzi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband