Þriðjudagur, 6. mars 2018
Trump, Brexit og nú Ítalía
Á vesturlöndum geisar menningarstríð milli fjölmenningar annars vegar og hins vegar samfélagslýðræðis. Fjölmenningin boðar opin landamæri, frjáls alþjóðaviðskipti og menningarlega útþynningu. Samfélagslýðræði stendur fyrir þjóðmenningu og pólitíska ábyrgð stjórnvalda á velferð borgaranna.
Evrópusambandið er háborg fjölmenningarsinna. Í Brussel þótti forsetakjör Trump slæmt, Brexit verra en velgengni lýðsinna á Ítalíu er sýnu verst, skrifar Guardian. Ítalía er eitt sex stofnríkja Evrópusambandsins og þriðja stærsta efnahagskerfið í sambandinu.
Ítalíu er ekki hægt að setja út í horn eins og Austurríki, með kanslara sem vil hefta innflytjendastrauminn, eða höfða mál gegn, eins og Póllandi, sem ekki fylgir stefnu ESB í viðtöku flóttamanna.
Menningarstríðið í Evrópu lamar frjálslynda vinstriflokka, systurflokka Samfylkingar, skrifar William Hauge, fyrrum leiðtogi Íhaldsflokksins. Enda er fjölmenning ær og kýr frjálslyndra vinstrimanna.
Renzi segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.