Fimmtudagur, 1. mars 2018
Skítabomba Loga
,,Leyndarhyggja", kallar Logi Einarsson formaður Samfylkingar það þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða flutninga íslensk flugfélög stunda.
Leyndarhyggja er sama orðið og Logi og meðreiðarsveinar hans notuðu til að klína barnaníði á Sjálfstæðisflokkinn - þegar til umræðu voru áratugagömul lög um uppreist æru.
Málflutningur Loga er ómerkilegur.
Ekki ráðherra að fara yfir farmskrárnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hreinlega pínlegt að hlusta á þennan málflutning. Málefnafátæktinni og málefnamatið er slíkt. Enn fáránlegar er að vinstrimenn sem telja sig búa yfir yfirburðagreind skuli hafa þennan angurgapa í forystusveit sinni.
Ragnhildur Kolka, 1.3.2018 kl. 16:24
Ég sé að frú Kolka hefur fengið sitt daglega fix.
En af hverju brást BjarN1 svona illa við? Hann var forsætisráðherra í síðustu stjórn og mér finnst ekkert óeðlilegt að málið hafi borið á góma á meðal ráðherra flokksins þegar þurfti að gefa leyfi fyrir þessum flutningum. Það gékk illa að toga upplýsingar útúr stjórnvöldfum varðandi þetta mál og það má vel kalla leyndarhyggju.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.3.2018 kl. 18:33
Logi er ekki mjög merkilegur pappír. Þessi málflutningur hans er fáránlegur og eðlilegt að Bjarni bregðist ekki vel við svona ásökunum. Svona undanþágur eru auðvitað ekkert ræddar í ríkisstjórn heldur er þetta ákveðið af embættismönnum.
En svona lagað er auðvitað alveg dæmigert fyrir þennan Loga Einarsson.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2018 kl. 23:12
Ég vona bara að Logi brenni út..:)
Sigurður Kristján Hjaltested, 2.3.2018 kl. 00:20
Dagur líður að kvöldi og Loginn slokknar
Gunnar Heiðarsson, 2.3.2018 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.