Fimmtudagur, 22. febrúar 2018
SMS og sjálfvirkir rifflar; menning og ómenning
11 ungmenni deyja daglega í Bandaríkjunum vega umferðaslysa sem verða vegna þess að ökumenn skrifa sms-skilaboð í símann. Á ári eru þetta yfir 4000 ótímabær dauðsföll ungmenna. SMS-dráp í umferðinni eru talin nær óstöðvandi faraldur.
Álíka margir deyja árlega í Bandaríkjum vegna umferðaslysa og af völdum skotvopna, rúmlega 33 þúsund.
Ástæðan fyrir því að sms-dráp ungmenna eru ekki aðalfréttir helstu fjölmiðla er að síminn er talinn nauðsynlegur hlutur menningarinnar. Skotvopn aftur þykja ómenning. En í Bandaríkjunum eru ekki allir sama sinnis. Fyrir marga þarlenda eru skotvopn hluti af því að vera Bandaríkjamaður.
Hún var myrt í síðustu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dauðsföllum af völdum farsíma og skotvopna í Bandaríkjunum er sem sagt ekki hægt að fækka vegna þess að þessi tól eru þar nauðsynlegur þáttur menningarinnar.
Þorsteinn Briem, 22.2.2018 kl. 12:03
Það er sem sagt í lagi að 16 ára unglingar geti átt og keypt sjálfvirk drápstól eins og hríðskotariffla og vélbyssur? Án nokkurra takmarkana af því það er hluti af "menningu" hvítra Ameríkumanna að eiga og bera skammbyssur!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2018 kl. 12:14
Síðastliðinn fimmtudag:
The unique gun violence problem in the USA explained in 17 maps and charts
Þorsteinn Briem, 22.2.2018 kl. 12:29
Við þekkjum héðan hvernig rótleysisöfl réðust á stjórnarskrána sem einmitt hafði staðið af sér gjörningaveður hrunsins. Sama er að gerast í BNA.
Það er mikill áróður rekinn fyrir að grafa undan stjórnarskránni í BNA. Byssueign er varin í 2. viðauka stjórnarskrárinnar. Stöðugt er sótt að þessum viðauka eins og 1. viðauka sem kveður á um tjáningarfrelsið, en pólitísku rétthugsuninni er einmitt beint gegn honum.
Við erum vopnlaus þjóð sem skilur ekki fólk sem er tilbúið að fórna lífinu fyrir föðurlandið í bókstaflegri merkingu.
Ragnhildur Kolka, 22.2.2018 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.