Rússagrýlan er amerísk falsfrétt

Bandaríkin skipta sér reglulega af innanríkismálum annarra ríkja. Allt frá því að styrkja með fjárframlögum pólitísk öfl sem hliðholl eru bandarískum hagsmunum yfir í innrás í ríki sem teljast óvinveitt Bandaríkjunum.

Þetta er það sem stórveldi gera, segir í bandarísku íhaldsútgáfunni American Conservative. Þar er rifjað upp að bandaríkin hafi með leynilegum aðgerðum skipt um stjórnvöld í eftirfarandi ríkjum: Íran, Guatemala, Suður-Víetnam, Chile, Nikaragua, Grenada, Serbía, Írak, Líbýa, Sýrland og Úkraínu. 

Þrátt fyrir þessa sögu, eða kannski vegna hennar, eru Bandaríkin haldin þeirri þráhyggju að Rússland undir Pútín séu sérstaklega illskeytt með því að setja upp nokkrar vefsíður til að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál.

Sitjandi forseti Bandaríkjanna er beinlínis sakaður um að vera kjölturakki Pútín. Annars væri Trump ekki jafn umhugað og raun ber vitni að verða vinur Pútin, er skrifað í útgáfum sem teljast marktækar í umræðunni.

Á þessum grunni er búin til grýla um að Rússland stefni að heimsyfirráðum. En Rússland er óvart umkringt bandarískum Nató-herstöðvum. Grýlusagan um heimsyfirráðastefnu Rússa er best heppnaða falsfrétt allra tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eftir að Stalín lýsti yfir "sósíalisma í einu landi", og snéri Marx-Lenínisma þar með á hvolf, hættu rússneskir kommúnistar að láta sig dreyma um heimsyfirráð. En í staðinn einbeittu sér þeir að því að grafa undan lýðræði vestrænna ríkja--og þeirri stefnu fylgir gamli KGB-maðurinn Pútín.

Wilhelm Emilsson, 22.2.2018 kl. 08:42

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og Haukur Hauksson er ekki virkur notandi.

Wilhelm Emilsson, 22.2.2018 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband