Miðvikudagur, 21. febrúar 2018
Holland er fríríki eiturlyfjaglæpa
Glæpahópar stjórna hollensku samfélagi í auknum mæli, segir í skýrslu samtaka hollenskra lögreglumanna. Frjálslynd löggjöf, sem leyfir hass og vændi, er orsök þess að Holland er miðstöð eiturlyfjasmygls í Evrópu og mansals.
Hollenska lögreglan ræður ekki við glæpahópana sem nota illa fengið fé til að koma sér fyrir á ólíkum sviðum samfélagsins, s.s. í heilsugæslu, ferðaþjónustu og á fasteignamarkaði.
Glæpahóparnir herja m.a. á aldraða og aðra sem standa höllum fæti. Aðeins um fimmtungur afbrota er kærður til lögreglunnar. Í skýrslunni kemur fram að auðvelt sé að kaupa leigumorðingja fyrir 400 þús. ísl. kr. en slík viðskipti voru óþekkt til skamms tíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.