Móðganir og hatursorðræða

Aflétting á móðgunarbanni gagnvart útlenskum þjóðhöfðingjum og erlendum erindrekum er eflaust þarfasta mál.

Aftur er verra að þingmenn ætla ekki að afnema lög sem leyfa lögreglu og saksóknara að sækja til saka þá sem halla orði að fólki sem kallar sig minnihlutahóp og þykist ofsóttur með hatursorðræðu.

Hatursorðræða er aðeins annað orð yfir móðgun. Og það má móðga, þjóðhöfðingja sem aðra.


mbl.is Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Það er líka þörf á því að það sé séð til þess að það verði aldrei refsivert að gagnrýna Islam, að móððga múslíma almennt og að segja hinn ljóta sannleika um Kóraninn og um Múhammeð. Í Canada er þannig lagað ólöglegt skv. nýjum lögum (M-103). En þingmenn VG munu aldrei greiða atkvæði með tjáninga- og prentfrelsi í þá átt. Femínistarnir elska Islam. Þær eru svo heimskar greyin, að þær halda að múslímskar konur klæðist hijab og burqum af eigin frjálsum vilja.

Svo er annað. Ég man ekki hvenær svipuð frumvörp voru flutt síðast, en ef það var í tíð Obamas (oft kallaður múslímski forsetinn), þá efast ég um að vinstraliðið hafi verið flutningsmenn frumvarpsins. Það er engin tilviljun, að nú vilja þær geta móðgað Trump eins mikið og þær vilja, en þær myndu aldrei vilja gagnrýna/móðga glæpakvendið Hillary Clinton, ef hún hefði orðið forseti (sem hún varð ekki, þökk sé forsjóninni).

- Pétur D.

Aztec, 20.2.2018 kl. 18:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikill misskilningur ef menn halda að ekki megi móðga minnihlutahópa og að móðgun sé það sama og hatursorðræða.

Allir tilheyra einhverjum minnihlutahópi.

Þannig eru til að mynda Breiðhyltingar, heimavinnandi íslenskar húsmæður og hægriöfgakarlar minnihlutahópar.

Þorsteinn Briem, 20.2.2018 kl. 19:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 20.2.2018 kl. 19:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"95. gr. Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.
..."

Almenn hegningarlög nr.19/1940

Þorsteinn Briem, 20.2.2018 kl. 19:56

5 Smámynd: Aztec

Það er rétt, Steini. Um að gera að afnema þessi moldarkofalög í nafni tjáningarfrelsisins.

Allir eiga að hafa rétt á því að móðga hvern sem er án þess að til kasta dómstóla komi, og allir eiga rétt á því að vera móðgaðir án þess að hafa rétt á því að lögsækja móðgarann.

Tjáningafrelsi og prentfrelsi eru hornsteinar lýðræðisins og eru mikilvægari en tilfinningar eða pólítískur rétttrúnaður.

Aztec, 21.2.2018 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband