Mánudagur, 5. febrúar 2018
Stjórnmálaflokkum fækkar; Dögun, Björt framtíð, Viðreisn úr sögunni
Björt framtíð er búin að vera sem stjórnmálaafl, Dögun býður ekki fram í vor og Viðreisn reynir að sameinast vinstriflokkum.
Eftirhrunið rótaði upp í flokkakerfinu, kjósendur voru tilbúir að gefa nýjum framboðum tækifæri til að láta ljós sitt skína.
En framboð nýrra stjórnmálaafla reyndist meira en eftirspurnin.
Athugasemdir
Þú "gleymir" Framsóknarflokknum.
8.10.2015:
"Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir fengju 4,4% atkvæða samkvæmt könnuninni sem unnin er af Gallup fyrir Viðskiptablaðið en fengu 10,7% í kosningunum í fyrra."
Þorsteinn Briem, 5.2.2018 kl. 21:23
Því miður er þessi bútur af 4,4% flokknum ekki allur. Sýnist Páll eiga við nýju stjórnmálaöflin,sem eru ýmist hætt eða að sameinast öðrum.
Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2018 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.