Miðvikudagur, 24. janúar 2018
Karlaveldi dómara - Samfylking og Píratar
Alþingi samþykkti tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara í landsrétt. Ef alþingi vildi aðra niðurstöðu, t.d. fækka konum, eins og Píratar og Samfylkingin krefjast, þá hafði alþingi tækifæri til þess.
Alþingi ber ábyrgð á niðurstöðunni um skipan dómara í landsrétt. Í stað þess að horfast í augu við ábyrgðina vill stjórnarandstaðan að dómsmálaráðherra segi af sér - fyrir að koma ekki með tillögu að færri konum í landsrétt.
Samfylking og Píratar eru kappsamir um að halda konum frá dómarastöðu í landsréttarmálinu. Einu sinni þóttust þessir flokkar styðja kynjajafnrétti.
Vald ráðherra fyrst og fremst formlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður punktur!
Ragnhildur Kolka, 24.1.2018 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.