Mánudagur, 22. janúar 2018
Tyrkland eða Kúrdistan
Innrás Tyrkja í Sýrland er til að koma í veg fyrir að nýtt ríki Kúrda, Kúrdistan, verði myndað á suðurlandamærum Tyrklands. Kúrdar eru taldir um 30 til 35 milljónir, dreifðir um Tyrkland, Sýrland, Írak, Íran og Armeníu.
Að nafninu til eru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna, enda Nató-þjóð. En Bandaríkin hafa stutt hersveitir Kúrda til að ryðja úr vegi sveitum Ríkis íslam sem gerðu tilraun til að stofna íslamskt trúarríki í Sýrlandi og Írak.
Í seinni tíð halla Tyrkir sér að Rússum, sem eru bakhjarlar Assad Sýrlandsforseta. Tyrkjum er í mun að kæfa Kúrdistan í fæðingu. Ef það tekst eykst áhrifavald þeirra fyrir botni Miðjarðarhafs. En Erdogan Tyrklandsforseti nær ekki markmiði sínu nema með a.m.k. vinsamlegu hlutleysi annarra tveggja stórveldanna, Bandaríkjanna eða Rússlands.
Hersveitir Tyrkja ráðast inn í Sýrland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kúrdar eru þjóð sem Tyrkir vilja ekkert með hafa og gera sitt til að eyða þeim, þeim finnst óþægilegt að hafa þá í nágreni við sig. Sameinuðu þjóðirnar aðhafast ekkert eða lítið til að annast hagsmuni Kúrda.
"Palestínumenn" eru EKKI þjóð og hafa aldrei verið. Tyrkir styðja "Palestínumenn" í þeirri viðleitni að þeir fái afmarkað landsvæði sem þeir geti kallað sitt og það jafnvel innan landamæra Ísraels. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið málstað "Palestínumanna" sem EKKI er þjóð upp á arma sína og verja þá á bak og fyrir gegn meintu ofbeldi Ísraelsmanna í þeirra garð.
Tvískinnungur Tyrkja og Sameinuðu þjóanna er alger.
Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2018 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.