Vinstri grænir vilja kaupa Árna Pál - Gulli á að neita

Árni Páll Árnason er fyrrverandi formaður Samfylkingar, höfuðandstæðings Vinstri grænna frá aldamótum. Gangi Árni Páll til liðs við ríkisstjórnina, þó ekki sé nema sem ráðgjafi, fylgir honum pólitískt kapítal sem leggst beint inn á reikning Vinstri grænna.

Um Árna Pál er það að segja að hann skilur minna en ekkert í Evrópusambandinu. Í heimi Árna Páls er ESB vegurinn, sannleikurinn og lífið. Ráðgjöf hans yrði verri en engin.

Utanríkisráðuneytið fer með forræði þeirra mála er snúa að ESB. Guðlaugur Þór ráðherra málaflokksins ætti í mestu vinsemd ráðleggja Vinstri grænum að nota ríkisstyrkinn til að ráða Árna Pál á skrifstofu flokksins. Árna Páli á ekki að hleypa inn um bakdyrnar í stjórnarráðinu.


mbl.is Vill Árna Pál í Brexit-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt, Árni Páll skilur ekki ESB auk þess sem óþarfi er að bæta fleiri Samfóistum inn í Utanríkisráðuneytið. Nóg er þar fyrir.

Ragnhildur Kolka, 17.1.2018 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann gæti þá kannski í leiðinni beðið Breta að útskýra hvers vegna þeir gerðu kröfu um brot á EES-samningnum í formi ólöglegrar ríkisábyrgðar á skuldir einkafyrirtækisins Landsbankans vegna Icesave?

Hann er jú lögfræðimenntaður og ætti því að þekkja reglurnar...

</kaldhæðni lýkur hér>

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2018 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband