Davíð brýtur 70-ára múrinn

Til skamms tíma var algengt að ætlast var til þess af sjötugu fólki að það hætti störfum. Víða í samfélaginu er þetta meginregla.

Í seinni tíð er orðið ljóst að 70-ára reglan er sóun á verðmætum. Margir eru fullir starfsorku á áttræðisaldri á meðan sumir mættu fá starfshvíld snemma á sjötugsaldri.

Sveigjanleg starfslok ættu að miðast við starfsþrek fólks fremur en fæðingarár. Davíð Oddsson er ágætis dæmi um það.


mbl.is Davíð Oddsson 70 ára – MYNDIR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Inn í þessa jöfnu um sveigjanleg starfslok ætti einnig að koma eðli þeirrar vinnu sem fólk hefur valið sér. T.d. ættu þeir sem vinna vaktavinnu stórann hluta sinnar starfsævi, að eiga kost á að hætta störfum mun fyrr en hinir, sem vinna einungis á daginn. Þá ættu þeir sem vinna líkamlega erfið störf að eiga kost á að hætta fyrr en þeir sem líkamlega létt störf vinna.

Sem dæmi er galið að fólk sem vinnur á heilbrigðissviði, erfiða vinnu líkamlega og að stærstum hluta vaktavinnu, skuli þurfa að skila jafn langri starfsævi í árum talið og kennari, sem vinnur einungis dagvinnu, sem í flestum tilfellum er líkamlega létt vinna. Þetta er einungis dæmi, en fjölda þeirra mætti telja upp.

Megin málið er að ein regla um starfslok getur aldrei verið eðlileg. Í raun ættu engin efri mörk að vera, en neðri mörkin mættu gjarnan færast verulega niður, ef ákveðnum forsendum er náð. Síðan á það að vera á valdi hvers einstaklings hvenær hann hættir störfum.

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2018 kl. 08:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gunnar, svo má ekki gleyma því að kennarar FÁ Í DAG AFSLÁTT AF KENNSLUSKYLDU OG ER ÞESSI AFSLÁTTUR ALDURSTENGDUR.  Ég veit ekki til að nokkur önnur stétt fái þessi kjör.

Jóhann Elíasson, 18.1.2018 kl. 08:21

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Af hverju gerðust þið ekki kennarar, fyrst það er svo létt vinna, að ykkar mati?

Wilhelm Emilsson, 18.1.2018 kl. 10:04

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Wilhelm, ég er ekki að gera lítið úr kennurum, þvert á móti er starf þeirra með þeim mikilvægustu og mikilvægt að til þess hóps veljist besta fólk sem völ er á. Sjálfur tel ég mig ekki hæfan í svo mikilvægt starf.

Pistill síðuhafa var um starfslok og út frá því lagði ég inn smá athugasemd. Í henni nefni ég kennara sem starfsstétt er vinnur sína vinnu nánast eingöngu á daginn versus fólk sem vinnur í heilbrigðisþjónustu, líkamlega erfiða vinnu og oftast í vaktavinnu. Þetta kemur ekkert við kjörum þessara stétta. Ég hefði getað nefnt hvaða aðrar starfstéttir sem er, annars vegar úr hópi þeirra sem vinna einungis dagvinnu og hins vegar úr hópi þeirra sem vinna nánast eingöngu vaktavinnu.

Hitt er rétt hjá Jóhanni, það eru ekki margar starfstéttir sem hafa aldurstengdan afslátt af vinnuskyldu. Kannski er þarna eitthvað sem stéttarfélög ættu að skoða og vinna að, svona almennt.

Gunnar Heiðarsson, 18.1.2018 kl. 14:35

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Gunnar.

Með kveðju,

Wilhelm

Wilhelm Emilsson, 20.1.2018 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband