Mánudagur, 15. janúar 2018
Hlýnun hugarfarsins: svart verður hvítt
Á áttunda áratug síðustu aldar urðu nokkrir vetur í Bandaríkjunum kaldari en í meðalári. Óðara spruttu fram vísindamenn sem spáðu væntanlegri ísöld. Ríkisstjórn Richard Nixon forseta sagðist gaumgæfa málið.
Al Gore, sem einu sinni var varaforseti eins og Nixon, segir um kalda vetur í Bandaríkjunum síðustu ár að það sé kalt vegna þess að það er að hlýna. Umorðað: svart er hvítt.
RichardNixon þótti ósvífinn stjórnmálamaður en kemst ekki með tærnar þar sem Al Gore hefur hælana. Gore og trúarkirkjan hans um hlýnun jarðar er stærsta svikamylla vísindasögunnar frá því gullgerðarmenn voru og hétu á nýöld.
Matt Ridley tekur saman alvöru vísindin og kemst að þeirri niðurstöðu að við stefnum inn í næstu ísöld - eftir nokkra tugi þúsunda ára.
Leiðinlegt vetrarveður á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er fróðlegt að lesa Hungurdiska Trausta Jónssonar og sjá línurit af hitanum í Stykkishólmi aftur fyrir 1800 og útlistanir Trausta.
Á ritinu og skýringunum sést að sveiflur, sem taka nokkur ár eru ekki marktækar út af fyrir sig, heldur lína í gegnum miklu lengra tímabil, raunar alla síðustu öld og fram á þennan dag hið minnsta.
Ómar Ragnarsson, 15.1.2018 kl. 21:19
Það efast enginn um að það hefur hlýnað frá upphafi nítjándu aldar, Ómar, enda þá enn svokölluð litla ísöld í algleymingi. Henni lauk ekki fyrr en einni öld síðar, eða í byrjun þeirrar tuttugustu. Segja má að veturinn 1918 hafi verið síðasti alvöru veturinn á norðurhveli jarðar.
Það er með þetta eins og annað, það skiptir máli við hvað er miðað.
Það er rétt hjá þér að nokkurra ára sveiflur eru ekki marktækar í þessum samanburði, ekki heldur nokkurra alda. Það þarf mun lengra viðmið, talið í hundruðum þúsundum, jafnvel milljónum ára. Þá sést að það hlýskeið sem nú er, er fjarri því að ná einhverju meti. Það sést líka að jafnvel þó jörðin hafi mörgum sinnum náð mun hærra hitastigi en nú, hefur það ætið gengið til baka. Skipst hafa á tímabil mikillar hlýnunar og ísaldir. Og líf á jörðinni hefur ætíð lifað gegnum þessar sveiflur.
Jafnvel eftir að maðurinn reis upp, hafa gengið yfir jörðina ísaldir og hlýskeið, hlýskeið sem urðu mun hlýrri en þau hlýindi sem við lifum við nú.
Því miður eru vísindamenn ekki sammála um hvað veldur, hvort heldur hlýnuninni sjálfri eða því að kólna tekur að nýju. Ein tilgátan er sú að við hlýnun, hverjar sem orsakir hennar eru, þiðna freðmýrar á norðurhveli jarðar og gífurlegt magn co2 losnar út í andrúmsloftið. Við það taki jörðin að kólna aftur. Þessi kenning er byggð á þeirri staðreynd að í ískjörnum Grænlandsjökuls sést að aukið magn co2 fylgir á eftir hlýnuninni, ekki undan henni. Auk þess þarf ekki mikla rökhugsun til að átta sig á þeirri staðreynd að væri þetta öfugt, að aukið magn co2 í andrímslofti leiði til hlýnunar, væri jörðin fyrir löngu orðin að eldhnetti. Það er jú ófrávíkjanleg staðreynd að við hlýnun jarðar þiðna freðmýrar, með tilheyrandi losun á co2 út í andrúmsloftið.
Þá er rétt að minna á að í gegnum allar þessar sveiflur hitastigs jarðar, frá ísöldum til mjög hlýrra skeiða, mun hlýrri en nú, hefur Grænlandsjökull aldrei horfið. Það er m.a. vegna borkjarna úr honum sem vísindamenn byggja sínar rannsóknir, milljónir ára aftur í tímann.
Trúlega á eftir að hlýna enn freka á jörðinni, áður en aftur tekur að kólna. Kannski erum við að ná toppnum. Þetta vitum við ekki og því miður eru vísindamenn fjarri því að vita nokkuð. Þar veldur því að sjálfstæði þeirra hefur verið lamað til rannsókna. Pólitík ræður orðið meira um niðurstöður en sjálfar rannsóknirnar.
Gunnar Heiðarsson, 16.1.2018 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.