Dýrt Ísland er gott Ísland

Ísland er dýrt ferðamannaland sökum þess að hér er velmegun. Krónan er sterk, sem auðveldar Íslendingum að ferðast til útlanda en er útlendingum dýr kostur.

Líklega er Ísland ekki nógu dýrt. Hér er þensla sem gæti reynst hættuleg þjóðarbúskapnum ef ekki tekst að tempra hana í tíma.

Það er hlutverk stjórnvalda og seðlabanka að sjá til þess að Ísland sé hæfilega dýrt. Það skapar mestu hagsældina.


mbl.is Ísland dýrast í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru ekki allir jafn dauðir fyrir því að láta okra á sér og íslendingar. Þjóðverjar, frakkar, bandaríkjamenn láta ekki svindla á sér í þeirri trú að landið sé voðalega gott.

Svona verður þetta meðan Ísland heldur í ónýta örmynt það viðurkenna flestir núna.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.1.2018 kl. 13:51

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er velmegun í Þýskalandi og Frakklandi en miklu ódýrari lönd en Ísland.. hvað ætli valdi því Páll ?

Jón Ingi Cæsarsson, 15.1.2018 kl. 13:52

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

"Líklega er Ísland ekki nógu dýrt. Hér er þensla sem gæti reynst hættuleg þjóðarbúskapnum ef ekki tekst að tempra hana í tíma."

Alveg rétt.

Örn Einar Hansen, 15.1.2018 kl. 18:46

4 Smámynd: Hrossabrestur

það liggur alveg í augum uppi Jón Ingi hvers vegna allt er svo dýrt á Íslandi, hér er örmarkaður sem er sem langt í burtu frá vörframleiðendum með tilheyrandi flutningskotnaði, skortur á samkeppni, samráð og síðast en ekki síst þá þarf að standa undir ofvaxinni yfirbygginu Íslenska ríkisins.

Hrossabrestur, 15.1.2018 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband