Föstudagur, 12. janúar 2018
Arabíska vorið og takmörk lýðræðis
Túnis var upphaf og fyrirmynd arabíska vorsins 2011 þegar milljónir íbúa ríkja í Norður-Afríku og miðausturlöndum kröfðust breyttra stjórnarhátta. Í orði kveðnu var markmiðið að gera almenning sáttari við stjórnskipun ríkja sinna og skapa stöðugleika.
Í yfirliti Guardian um stöðu mála í þessum heimshluta kemur fram að arabíska vorið misheppnaðist alls staðar nema kannski í Túnis, þar sem úrslitin eru tvísýn í ljósi síðustu atburða.
Lýðræði var samnefnari arabíska vorsins. Í stað þess að verða sýnidæmi um kosti lýðræðisins umfram annað fyrirkomulag stjórnskipunar sýnir arabíska vorið takmarkanir þess. Það er ekki svo að lýðræðinu vegni betur í öðrum heimshlutum.
Í Austur-Evrópuríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi er ekki skriður á lýðræðinu. Nær væri að tala um hnignun þess. Í Vestur-Evrópu leiddi lýðræðið, Brexit-kosningarnar, beinlínis til þess að ríkjasamtök sem kenna sig við lýðræðislega stjórnskipum, þ.e. Evrópusambandið, eru komin í ógöngur. Jafnvel vagga lýðræðisins, Bandaríkin, sýnir einkenni upplausnar, með eftirmálum af kjöri Trump sem forseta.
Lýðræðið, eins og það hefur þróast í heiminum frá lokum seinni heimsstyrjaldar, virðist í hamskiptum. Fyrri einkenni þess, samfélagsfriður og efnahagslegur stöðugleiki, gefa eftir, einkum samfélagsfriðurinn, án þess að ný einkenni séu fyllilega búin að taka á sig mynd.
Vaxandi spenna í Túnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.