Jólin eru frásögn

Maðurinn sem einstaklingur, í fjölskyldu og í samfélagi er frásögn með upphafi, miðkafla og endalokum. Saga manns, ættar og þjóðar spannar afmarkaðan tíma. Eftir því sem lengra er farið aftur verður minningin ógleggri, jafnvel þótt stuðst sé við bestu heimildir.

Enginn man eftir sér í móðurkviði. Þeir sem komnir eru til vits og ára geta kannski munað eftir sjálfum sér þriggja til fimm ára. Fjölskyldur eiga sumar nokkur hundruð ára sögu og elstu þjóðir fáein þúsund. Maðurinn sem tegund telst eitthvað um 200 þúsund ára gamall, sem er skammur tími í jarðsögunni og aðeins sekúndubrot af eilífðinni.

Maðurinn býr til frásagnir, af sjálfum sér, fjölskyldu sinni og þjóð til að gæða líf sitt merkingu. Án frásagna þrífst maðurinn ekki sem vitsmunavera.

Ein máttugasta frásögnin sem stór hluti mannkyns þekkir er af frelsaranum, fæðingu hans og boðskap.

Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er nema von að skáldin geri tímann að yrkisefni.Er nema von að stór hluti mannkyns trúi á Jesú Krist og fagni fæðingu hanns.
Takk fyrir pistla þína allan tímann!

   Gleðileg Jól!

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2017 kl. 14:06

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleðileg jól

Ragnhildur Kolka, 24.12.2017 kl. 14:51

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Trú, von og kærleikur er boðskapurinn.  Sem hefur á stundum fallið í skuggann með stofnanavæðingu kristinnar kirkju.  Gleðileg jól.

Kolbrún Hilmars, 24.12.2017 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband