Trump og vestræn sjálfsfyrirlitning

Ísrael er lýðræðisríki, heimastjórn Palestínumanna er ýmist veraldleg harðstjórn (Al Fatah) eða trúarfasismi (Hamas). Viðurkenning Bandaríkjaforseta á samþykkt Bandarikjaþings frá 1995 um að flytja bandaríska sendiráðið til Jerúsalem ætti að vekja fögnuð þeirra sem taka lýðræði fram yfir harðstjórn og fasisma.

En svo er ekki. Ákvörðun Trump vekur upp draug vestrænnar sjálfsfyrirlitningar, sem tekur harðstjórn og fasisma fram yfir lýðræði og fullveldi þjóða. Fyrirsögnin á viðtengdri frétt ,,Jól í skugga ákvörðunar Trumps" er birtingarmynd þessarar sjálfsfyrirlitningar.

Yfirlýsing Trump fól ekki í sér ofbeldi af neinu tagi, aðeins staðfesting á viðurkenndri staðreynd, að Ísrael er fullvalda lýðræðisríki. Viðbrögð Palestínumanna eru aftur ofbeldi, þar sem börnum er att á foraðið.

Vestræn sjálfsfyrirlitning er aflvaki palestínskrar sjálfsblekkingar um að harðstjórn og trúarfasismi sé skárri stjórnskipun en lýðræði.


mbl.is Jól í skugga ákvörðunar Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Hurra fyrir Trump. Jerusalem hefur alltaf verið hufuðborg Israels.

Merry, 25.12.2017 kl. 13:30

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Yfirlýsing Trumðp felur í sér samþykkt á því að grimmilegt hernámsveldi fái að ræna hluta af hernámssvæði sínu og gera borg sem er inni á því og tilheyrir þvi ekki Ísrale að höfuðborg sinni. Ísrael á ekki og hefur aldrei átt neitt lögmætt tilkall til Jerúsalem.

Og hvað fasisma varðar þá er Síonisminn eins og hann er ástundaður af Ísraelum versti fasisminn á þessu svæði. 

Það er á verulega gráu svæði að kalla Ísrael lýðræðisríki. Ef ríki á að geta talist lýðræðisríki þá þurfa allir að eiga sama rétt til að kjósa þar með talið að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að fá kosningarétt og einnig þarf að vera tjáningafrelsi. Þessu er hvorugu fyrir að fara í Ísrael. Innflytjendur sem eru gyðingar geta mjög fljótt fengið ríkisborgararétt og þar með kosningarétt en innflytjendur sem eru ekki gyðingar fá ekki ríkisborgararétt og ekki heldur börn þeirra og þar með fá þeir ekki kosningarétt. Og fjölmiðlar sem tala máli Palestínumenna eiga ekki sjö dagana sæla í Ísrael og ekki heldur bloggarar sem gera það. Nokkrir bloggarar hafa verið handteknir og fangelsaðir fyrir að tala máli Palestínumanna. Það að tala um tíman þegar Ísrael var stofnað sem Naktbar sem þýðir hörmungarnar á Arabísku er fangelsissök í Ísrael.

Ekki held ég að íbúar þeirra þjóða sem studdu þessa ályktun Trumps yrðu kátar ef eitthvert ríki myndi hernæema hluta af landi þeirra og lýsa eina af þeirra borgum sem höfuðborg sína og Bandaríkin myndu viðurkenna þá ákvörðun.

Sigurður M Grétarsson, 25.12.2017 kl. 14:28

3 Smámynd: Aztec

Það kemur engum við hvað önnur riki viðurkenna sem höfuðborg/aðsetur sendiráðs. Ákvörðun Trumps er ánægjuleg og hendir ályktun SÞ frá desember 2016, sem Obama stóða á bak við vegna eigin persónulegs haturs á Benyamin Netanyahu, í sorptunnuna.

Það er líka ánægjulegt að a.m.k. eitt annað ríki Guatemala (ekki Gvatemala) hefur ákveðið að flytja sitt sendiráð til Jerusalem. Þess er að vænta, að önnur mið- og suður-amerísk ríki muni einnig taka þessa ákvörðun, vissulega Honduras. Þau ríki sem síðan standa í röð eru eflaust Panamá, Honduras, Paraguay, México og Argentina, sem öll sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Síðan munu fjölmörg afrísk ríki fylgja á eftir, þ.á.m. Uganda, Tanzania og Malawi. Eftir því sem barátta Vizigrad-ríkjanna fjögurra við fasistana í Brüssel harðnar munu þessi evrópsku ríki einnig í fyllingu tímans íhuga flutning sendiráða sinna, sem jú jafngildir viðurkenningu á Jerusalem sem höfuðborg Ísraels. Þessar ákvarðanir munu eftirminnilega afhjúpa Sameinuðu þjóðirnar sem handónýtt apparat.

Í dag eru 87 ríki sem hafa sendiráð í og við Tel Aviv í Ísrael, þ.á.m. fimm múslímaríki og síðan er urmull af ræðismannaskrifstofum frá fjölmörgum ríkjum. Ég vil skora á Guðlaug Þór að leggja fram frumvarp um að færa ræðismannsskrifstofu Íslands í Ísrael frá Tel Aviv til Vestur-Jerúsalem.

Aztec, 25.12.2017 kl. 14:36

4 Smámynd: Aztec

Athugasemd Sigurðar M. er fyrirsjánleg, enda er hann virkur meðlimur múslímaflokksins (Samfó). Það sem hann skrifar er hins vegar tóm steypa og afrit af þeim lygaáróðri sem Arabar í Ísrael viðhafa dag eftir dag og sem hann, líkt og aðrir í þessum landráðaflokki (t.d. Logi Einars, Björg Vilhelms og Dagur Eggerts) gleypir við án þess að kanna staðreyndir.

Staðreyndirnar eru þær, að það er engin mismunun gegn Aröbum í Ísrael, en hins vegar tekur IDF ekki á hryðjuverkamönnum með vettlingatökum eins og hugleysingjarnir á Vesturlöndum gera. Það eru palestínsk yfirvöld (PA) og íslömsk hugmyndafræði sem eiga sök á því að arabar á Vesturbakkanum eiga erfitt uppdráttar og Hamas ber sem eini aðilinn sök á því að íbúar Gaza lifa í stöðugum ótta. Það er áróðurinn frá Hamas og Fatah sem gerir það að verkum að Arabar í Ísrael reyna að láta drepa börnin sín með ýmsum aðferðum, eins og Páll bendir á í færslu sinni.

Ísrael er eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum og Jerusalem er höfuðborg þess. Basta.

- Pétur D.

Aztec, 25.12.2017 kl. 14:53

8 Smámynd: Aztec

Ánægjulegar fréttir: Bandarísk yfirvöld ætla að hætta að styðja Abbas og hryðjuverkasamtök hans.

Sjá: https://www.debka.com/trump-administration-snap-ties-palestinians-no-peace-plan-no-monetary-aid/

- Pétur D.

Aztec, 26.12.2017 kl. 14:56

9 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Pétur D

".... Bandarísk yfirvöld ætla að hætta að styðja Abbas og hryðjuverkasamtök hans."

Þetta er nú bara lélegt hjá þér, þar sem að þú gerir ekki greinamun á Hamas og hins vegar Fatah.

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.12.2017 kl. 19:38

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn Sch.

Af hverju eru 13.500.000 ferkílómetrar ekki nógu mikið landssvæði fyrir Araba? Þurfa þeir virkilega að ágirnast þessa 13.000 ferkílómetra ræmu sem Ísrael er?

Mynd Samanburður á landssvæði sem Gyðingar ráða yfir annarsvegar og Arabar hinsvegar.

Arab vs Israeli land

Theódór Norðkvist, 26.12.2017 kl. 20:31

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Myndin kom ekki, reyni aftur.

Arab vs Israeli land

Theódór Norðkvist, 26.12.2017 kl. 21:07

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef myndin sést ekki, þá er hægt að afrita og líma eftirfarandi slóð yfir í nýjan flipa.

https://www.science.co.il/Arab-Israeli-conflict/images/maps/Arab-countries.gif

Theódór Norðkvist, 26.12.2017 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband