Fimmtudagur, 21. desember 2017
Þjóðarsátt um laun
Fyrir bráðum 30 árum var gerð þjóðarsátt um afnám verðbólgu sem hafði leikið lausum hala í áratugi. Meginástæða verðbólgunnar var vítahringar víxlhækkana launa annars vegar og hins vegar vöru og þjónustu.
Þjóðarsáttin um afnám verðbólgu hefur haldið í það stóra og heila. Það sýnir að hægt er með samstilltu átaki að ná tökum á efnahagsbreytu sem varðar allan almenning.
Þjóðarsátt um laun er löngu tímabær. Undirstöðurnar eru komnar, SALEK-samkomulagið, en útfærslan bíður eftir pólitískri forystu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er í færum að veita þjóðarsátt um laun pólitíska forystu.
Skoða riftun kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er Gylfa Arnbjörns nú nóg boðið? Það er stutt í febrúar þegar búast má við rað-verkföllum ef ekki semst um áður. Er ekki líklegra að þessir pólar sem eru við stjórn skapi þjóðarsátt núna þegar slaknar á spennunni eftir langvarandi erjur.
Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2017 kl. 01:57
Er ekki kominn tími til að Kata littla fái 45% kauphækkun, það er svo langt siðan hún fengið kauphækkun.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.12.2017 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.