Miðvikudagur, 20. desember 2017
Neyðarfundur staðfestir heimspekikenningu
Orðin, og merkingin sem við leggjum í þau, stjórna heiminum að því marki sem náttúruferlar og líffræði gera það ekki. Þessi kenning heimspekingsins John R. Searle fær staðfestingu með neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna um málefni höfuðborgar Ísraels.
Tilefnið er opinber viðurkenning forseta Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Yfirlýsingin sjálf er aðeins orð og féllu um sig sjálf ef þau verka ekki á veruleikann. Í viðtengdri frétt segir um boðun neyðarfundarins:
Gögnum hefur verið dreift til allra 193 ríkjanna sem eiga sæti á þinginu. Í þeim kemur meðal annars fram að yfirlýsing um stöðu Jerúsalem hafi ekkert lagalegt gildi og að fella verði hana úr gildi.
Hvers vegna að efna til neyðarfundar um yfirlýsingu er hefur ,,ekkert lagalegt gildi"? Jú, vegna þess að orð breyta heiminum eins og við þekkjum hann. Bandaríkjaforseti og Ísraelsmenn segja viðurkenninguna á Jerúsalem auka friðarlíkur milli Ísraela og Araba. Palestínumenn eru á öndverðri skoðun.
Orðin breyta heiminum oft og iðulega með því að hvetja eða letja menn til verka. Palestínumenn senda fullorðna og börn út á götur að efna til átaka við Ísraela, sem reyna að dempa hugaræsinginn sem fylgdi orðum Trump forseta.
Eins og segir í gamalli bók; í upphafi var orðið.
Allsherjarþing SÞ boðar til neyðarfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi yfirlýsing Trumps gerir lítið meira en rétta hlut Ísrael eftir að öryggisráðið samþykkti ályktun að undirlagi “lame duck forsetans” Obama í desember í fyrra. Ályktun sem færði aröbum til yfirráða grátmúrinn, hverfi gyðinga í Jerúsalem, veginn til Hebreska háskólans og Hadassah sjúkrahúsið.
það er gjarnan talað um að Obama hafi verið mikill mannasættir en Trump standi fyrir ágreiningi. Í raun er því þveröfugt farið, því Trump hefur aðeins verið að draga úr áhrifum stjórnarfarslegra kúvendinga Obama áranna. Obama vildi gera Bandaríkin að nokkurskonar ESB án þess að spyrja þjóðina álits. Ágreiningur Trumps er því í raun aðeins svar við yfirgangi Obama.
Ragnhildur Kolka, 20.12.2017 kl. 14:42
Ragnheiður Kolka. Ísrael á ekki og hefur aldrei átt neitt tiklall til Jerúsalem og þvæi er ekki veri að rétta neinn hlut með þessu heldur draga úr því óréttlætis sem hernám Ísraela á Jerúsalem er.
Sigurður M Grétarsson, 20.12.2017 kl. 19:27
Sigurður M.Jerúsalem hefur alltaf tilheyrt Ísrael.Þér ferst að tala um óréttlæti; Það er sama hvað Ísraelar ganga langt í friðarumleitunum arabar skulu alltaf brjóta alla samninga,enda eru það þeir sem hófu árásir á nýstofnað ríki þeirra 1948.
Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2017 kl. 23:43
Jerúsalem var ekki hluti þess landsvæðis sem Sameinuðu þjóðirnar úthlutuðu Ísrael með samþykkt sinni um skiptingu Palestínu árið 1947. Þeir hernámi hana hins vegar í stríðinu 1948 til 1949 sem var stríð sem hryðjuverkasveitir Síonista hófu með grimmilegum þjóðernishreinsunum en Arabaríki skárust síðan í leikinn. Þeir tóku versturhlutan í því stríði en síðan austurhlutann í sex daga stríðinu árið 1967 þar sem þeir rétðust á Arabaríkin og hernámi þar með afganginn af Pelstínu og hluta af landi annarra Arabaríkja sem þeir hafa reyndar skilað aftur að mestu.
Jerúsalem hefur því frá upphafi verið hluti af ólöglegu hernámi Ísraela og því eiga þeir ekki og hafa aldrei átt neitt tilkall til hennar.
Það eru fyrst og fremst Ísraelar sem hafa staðið í vegi friðarsamingia með óbilgirni sinni þar sem þeir hafa aldrei ljáð máls á sanngjörnum friðarsamningum við Palestínumenn. Þeirra besta tilboð getur ekki flokkast undir annað en niðurlægjandi uppgjararskilmála. Og það eru ekki síður Ísraelar sem hafa brotið þá samninga sem þó hafa náðst heldur en Palestínumenn. Einnig er stöðugt landrán Ísraela sem er framkvæmt með þjóðernishreinsunum það sem mest stendur í vegi fyrir friðarsamingum.
Sigurður M Grétarsson, 21.12.2017 kl. 13:01
Sigurður minn ég man vel eftir þessu. Vígbúin arabaríki voru þess albúin að ráðast á Ísrael 1948 og herlið arabaríkja umkringdu þá(nema ekki að sjó muni ég rétt),en Israel var þess albúinn að verjast og þess vegna eyddu þeir flugflota Egypta áður en þeim tókst að hefja sig til flugs. Þarna væri friður ef þeir gætu umgengist hverjir aðra eins og við á norðurlöndum gera.
Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2017 kl. 02:44
CNN að ræða um siðblindu og forherðingu ríkja sem studdu tillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um að flutningur sendiráðs Bandaríkja Ameríku til Jerúsalem væri markleysa:
.
https://www.youtube.com/watch?v=3KlKTeC9QmA&feature=youtu.be
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.12.2017 kl. 04:14
https://youtu.be/3KlKTeC9QmA
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.12.2017 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.