Vinstrimenn skilja hvorki Trump né Pútín

Eftir lok kalda stríðsins virtist heimurinn tilbúinn fyrir alþjóðahyggju þar sem Bandaríkin og Evrópusambandið skyldu leiða heiminn á vit frjálslyndrar alþjóðahyggju. Stofnanir eins Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn voru helstu verkfærin. Á bakvið stóð hernaðarmáttur Bandaríkjanna og Nató.

Tiltölulega breið pólitísk samstaða var um þessa þróun eftir hrun Sovétríkjanna 1990, náði bæði yfir vinstri og hægri væng stjórnmálanna í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Hugmyndafræðin gerði ráð fyrir að Austur-Evrópa yrði frelsuð af Evrópusambandinu en Rússland og gömlu sovétlýðveldin yrðu vettvangur Bandaríkjanna að smíða ný ríki eftir hrun kommúnismans.

 

Tveir atburðir atburðir um aldamótin settu strik í reikninginn. Pútín varð forseti Rússlands, tók við ónýtu ríki og einsetti sér að gera það sterkt að nýju án þess að verða hjálenda Bandaríkjanna.

Seinni atburðurinn var árásin á tvíburaturnana í New York 11. septmeber 2001. Árásin leiddi til þess að frjálslynda verkefninu var hrint í framkvæmt í miðausturlöndum áður en árangur náðist í Austur-Evrópu og Rússlandi. Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 var tilraun til að skapa vestrænt ríki á menningarsvæði múslíma. Tilraunin mistókst, Bandaríkin yfirgáfu Írak með skottið á milli lappanna fyrir 2010.

Úkraínudeilan, sem blossaði upp 2013, sýndi hve Bandaríkin/ESB voru veik í Austur-Evrópu annars vegar og hins vegar styrk Rússlands undir Pútín. Vestræna frjálslynda verkefnið í austri strandaði í Úkraínu.

Frjálslynda alþjóðaverkefnið gerði ráð fyrir að frjáls alþjóðaviðskipi yrði allra hagur, bæði almennings á vesturlöndum og fátækari ríkja í öðrum heimshlutum. Nú er almennt viðurkennt að það gekk ekki eftir. Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz útskýrir framgang Trump til embættis forseta Bandaríkjanna með því að hann lofði að skila almenningi þar í landi störfum og lífskjörum sem töpuðust á öld frjálslyndis.

Bæði Trump og Pútín eru þjóðernissinnar í almennum skilningi þess orðs, vilja bæta hag sinna ríkja og gefa lítið fyrir frjálslynda alþjóðahyggju. Vinstrimenn margir hverjir eru fangar þessarar hugmyndafræði.

Trump og Pútín eru náttúrulegir bandamenn, sem líkt og einvaldskonungar fyrri tíðar ættu að geta leyst úr ágreiningi sín á milli. En fjölmiðlar, sem flestir eru setnir frjálslyndum vinstrimönnum, sjá samsæri í hverju horni. Fjölmiðlar glæpavæða eðlileg samskipti Rússlands og Bandaríkjanna, segir maður sem kann sitthvað um sögu stórveldanna, Stephen F. Cohen.

Vinstrimenn eins og Svandís Svavarsdóttir skilja hvorki Trump né Pútín og sögulegt baksvið þeirra. Sem betur fer er Svandís ráðherra heilbrigðis en ekki utanríkismála.

 


mbl.is Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki skrítið þótt “ófyrirsjáanleikinn” fari þvert í kokið á Svandísi svo vel sem henni gekk að kyngja ESB umsókninni.

Það mest ógnvekjandi við þennan Vikuloka-þátt var samhljómurinn í þatttakendakórnum. Ekki var slegin feilnótu fyrstu 30 mínúturnar og var engu líkara en öll hersingin væri með doktorsgráðu í geðlækningum afbrigðilegheita. Svo viss voru þau í því að Trump væri psycopati af verstu sort.

Hvarflaði ekki að nokkrum manni að Trump væri að efna kosningaloforð byggðu á 22 ára gömlum lögum sem þrír forverar hans í starfi hafa heykst á. 

Það er illa komið þegar svik eru heiðruð en uppfyllt loforð fordæmd.

Ragnhildur Kolka, 16.12.2017 kl. 17:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað ég óska heitt að þessi rödd hér  ofar heyrist um allt ísland. Hvað er þetta ríkisútvarp að gera og íslensk þjóð að hugsa eða sleppa því yfirleitt (;) bara trúa afbökun sannleikans sem hellt er yfir þjóðir heims með illa fengnum auði.

Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2017 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband