Spyr Logi um Árna Pál?

Logi Einarsson vill vita hvað ríkustu Íslendingarnir eigi af peningum. Í leiðinni mætti hann spyrja um afkomu þeirra bestu tengdu, t.d. forvera sinn í embætti formanns Samfylkingar, Árna Pál Árnason.

Árni Páll var drjúgur í tekjuöflun síðast þegar hann var utan þings. Hann fékk m.a. 40 milljónir frá Íbúðalánasjóði. Í sumar gerði félagi hans í ESB-deildinni, Þorsteinn Víglundsson, Árna Pál að stjórnarformanni Tryggingastofnunar.

Upplýsingar um ríkidæmi Íslendinga eru áhugaverðar. En einnig er upplýsandi að vita hvernig fyrrum stjórnmálamenn maka krókinn.


mbl.is Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn eru greinilega ekki að tala saman þarna hjá Samfylkingunni. Árni Páll spurði um það nákvæmlega sama þegar hann sat á þingi og fékk svör sem liggja fyrir, svart á hvítu. Kannski er Logi bara að skruma sér til frama í málefnaþurrðinni. Hann upplýsti okkur um daginn að skattalækkanir væru hið versta mál vegna þess að þeir sem væru með meiri tekjur fengju stærri afslátt í krónutölu. Nóbelinn í hagfræði fyrir það. Hann sýndi fram á þessa storfenglegu uppgötvun með hangikjöti og grænum, svo andsnauður lýðurinn skildi.

Nú er ekkert ESB a dagskrá, svo það er ekki um auðugan garð að gresja hjá honum. Bíð spenntur eftir næsta leik.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2017 kl. 11:12

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hagspeki Loga er annars ekkert einsdæmi. Hugo Chaves er búinn að prufukeyra hana á sinni þjóð, sem nú situr gjaldþrota eftir með nokkur hundruð prósenta verðbólgu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2017 kl. 11:27

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páll og klappliðið greinilega pirrað...það er skemmtilegt bara innocent

Jón Ingi Cæsarsson, 17.12.2017 kl. 11:50

4 Smámynd: Valur Arnarson

Spurning Loga var í boði Vilhjálms Þorsteinssonar, fyrrverandi gjaldkera Samfylkingingar og auðmanns. En Logi spyr ekki Vilhjálm.

Valur Arnarson, 17.12.2017 kl. 13:46

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað tengir  greiðslur til Árna Páls vegna starfa fyrir Íbúðalánasjóð og svo fyrirspurn Loga. Ef að Árni Páll hefur spurt þessara spurninga fyrir 5 árum held ég að allir séu sammála að séu úteltar upplýsingar í dag. Því hér hefur margt breyst.  Held að allar upplýsingar um Vilhjálm hafi jú komið fram og hann lendir væntanlega í þessu svari líka.Minni fólk líka á að Vilhjálmur sagði líka af sér sem gjaldkeri þegar í ljós kom að hann átti félag í Panama. Hann var jú bara gjaldkeri í flokki en Bjarni og Sigmundur sitja sem fastast á Alþingi þrátt fyrir sömu tengsl þeirra við aflandsfélög.  Sé ekki afhverju þarf að taka hann sérstaklega fyrir. Spurningin eru ríkast fólk á Íslandi án tillit til hvaða flokk þeir starfa í eða styrkja og verður ekki spurt um nöfn eða kennitölu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2017 kl. 18:43

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Öfund er Sýki og þeir sem eru haldnir þessum sjúkdóm lifa erfiðu lífi og reina draga alla niður á sama plan og hinn öfundsjúki er og eyða mikilli orku í það, i staðinn fyrir að eyða allri þessari orku í að betrum bæta hag sinn.

Kemur mér ekkert við hvað aðrir eiga, ég reini að hafa nóg fyrir mig og mína og kanski einhvern smá afgang.

Tekjuskattar eiga engan rétt á sér, það á ekki að refsa fólki að vera duglegt og hugsjónsamt.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 18.12.2017 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband