Vinstrimenn týndu þjóðmenningunni - og tapa kosningum

Þjóðmenning er undirstaða þjóðríkja. Engir ættu að vita það betur en Íslendingar. Við urðu fullvalda ríki fyrir einni öld vegna þess að hér bjó þjóð en ekki þegnar hjálendu Dana.

Á síðustu áratugum glata vinstrimenn þjóðmenningunni, bæði hér heima og í Evrópu. Endurreisn þjóðmenningar er á forsendum hægrimanna, kosningasigur þeirra í Austurríki er yngsta dæmið. Leiðandi jafnaðarmenn í Þýskalandi, t.d. Sigmar Gabriel formaður flokks þeirra, biðja um aukna umræðu um þjóðmenningu undir formerkjum ,,heimat" og ,,leitkultur."

Samfylkingin fór fram af bjargbrúninni þegar flokkurinn gerðist ESB-flokkur alþjóðasinna og tók óopinberlega upp slagorðið ,,ónýta Ísland."

Stofnað var til Samfylkingar um aldamótin og átti flokkurinn að verða samkeppnisfær við Sjálfstæðisflokkinn um forræði landsstjórnarinnar. En niðurstaðan varð að þjóðlegi vinstriflokkurinn, Vinstri grænir, skaut Samfylkinu ref fyrir rass. Vinstri grænir byggja á þjóðmenningarumræðu lýðveldisáranna. Forveri Samfylkingar, Alþýðuflokkur, var linur þar. Frammámenn í Alþýðuflokknum voru tregir til að stofna lýðveldi, vildu lúta áfram danskri forsjá. Aftur voru sósíalistar og alþýðubandalagsmenn sterkasta aflið í fullveldismálum. Úr þeim jarðvegi spruttu vinstri grænir.

Vinstri grænir, sem ætlað var að vera hjálpartæki Samfylkingar til valda, uxu valdaflokknum yfir höfð og sitja stjórnarráðið á meðan þeir sem týndu þjóðmenningunni sleikja ESB-sárin, áhrifalausir í stjórnarandstöðu.

Stjórnmálaflokkar sem glata þjóðmenningunni tapa kosningum.


mbl.is Undrabarnið nýr kanslari Austurríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Finnst þér hin árlega brasilíska gaypride-ganga sem að sjálfstæðisflokkurinn styrkir og er gengin í reykjavík vera einhver sérstök þjóðmenning?

Ég myndi frekar tala um stórkostlega hnignun á ÍSLENSKU SAMFÉLAGI:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2200661/

Jón Þórhallsson, 16.12.2017 kl. 10:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú týnir ekki því sem þú aldrei hefur átt. Samfylkingin (Alþýðuflokkur) hafa aldrei litið á þjóðmenningu sem annað en skraut sem má draga fram þegar hentar. Ekki til varðveislu.

Ragnhildur Kolka, 16.12.2017 kl. 14:21

3 Smámynd: Hörður Þormar

Viðhorf vinstri manna kom glögglega fram í þættinum "Í vikulokunum" í dag.

"Fleiri innflytjendur og fjölbreyttari matarmenning".

Það er þeirra hugsjón.

Hörður Þormar, 16.12.2017 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband