KÍ klofnar vegna Ragnars Þórs

Heildarsamtök kennara fram að háskólastigi, Kennarasamband Íslands, eru við það að klofna vegna stöðu Ragnars Þórs Pétursson, nýkjörins formanns, sem sakaður er um kynferðisbrot gegn barni.

Tveir frambjóðendur til varaformanns KÍ drógu framboð sitt tilbaka þegar ljóst varð að Ragnar Þór ætlar ekki að endurskoða stöðu sína og hyggst taka við embætti formanns KÍ í apríl. 

Formaður Félags framhaldsskólakennara, sem er aðildarfélag KÍ, Guðríður Arnardóttir, situr undir ásökunum stuðningsmanna Ragnars Þórs að standa að baki fréttum af ásökunum á hendur nýkjörnum formanni. Guðríður svarar fyrir sig í pistli á Eyjunni og rekur um leið ósannindi Ragnars Þórs. 

Stjórn KÍ lýsir vantrausti á Ragnar Þór undir rós með þessum orðum:

Mik­il­vægt er að þeir ein­stak­ling­ar, sem velj­ast til for­ystu, njóti trausts og trú­verðug­leika, jafnt inn­an KÍ sem og í sam­fé­lag­inu öllu.

 


mbl.is Stjórn KÍ tekur ekki afstöðu í máli Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband