Miðvikudagur, 6. desember 2017
Þjóðin blessar nýja ríkisstjórn, 80% stuðningur
Nær átta af hverjum tíu styðja nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Leita þarf aftur fyrir hrun til að finna viðlíka stuðning við sitjandi ríkisstjórn.
Meðbyrinn sem stjórn Katrínar Jakobsdóttur fær staðfestir pólitískt mat formanna flokkanna að eftirspurn er eftir stöðugleikastjórn sem endurspeglar breidd stjórnmálanna.
Þjóðin var orðin þreytt á öfgastjórnmálum sem efndu til ófriðar í samfélaginu. Stuðningurinn sem ríkisstjórnin fær er gott veganesti inn í erfiðan vetur þar sem kjarasamningar næstu 2-3 ára eru undir.
Mikill stuðningur við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfsagt er þetta illskásta stjórnin af þeim flokkum sem að eru í boði á Alþingi í dag.
ORÐSKVIÐIR BIBLÍUNNAR (9:8) kveða á um; að maður skuli "ÁVÍTA HINN VITRA".
=(Svo að einhver þróun eigi sér stað).
Þannig að maður hlýtur alltaf að vera í stjórnar-andstöðu.
Jón Þórhallsson, 6.12.2017 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.