Þriðjudagur, 28. nóvember 2017
Alþingi niðurlægt 1942 og 2017
Árið 1942 var alþingi niðurlægt með utanþingsstjórn, eins og Stefán Pálsson segir. Niðurlæging þingsins 2017 felst í metfjölda flokka á þingi.
Í báðum tilvikum getur þingheimur sjálfum sér um kennt. Ósætti lamaði alþingi í aðdraganda utanþingsstjórnarinnar. Kosningarnar í ár stöfuðu af vangetu sjö flokka þingheims að mynda meirihlutastjórn. Þjóðin galt stjórnmálakerfinu rauðan belg fyrir gráan og bætti áttunda stjórnmálaflokknum við óreiðuna á Austurvelli.
Lærdómurinn er sá sami 1942 og 2017; fyrrum aðalandstæðingar taka höndum saman um ríkisstjórn.
Sumt breytist aðeins á yfirborðinu.
Hlakkar til að skoða sáttmálann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarf ekki að hækka þröskuldinn í 7.8 %. Hlusta ekki á rausið um að þá séu svo margir án þingmanna. Þeim sömu er það bara mátulegt fyrir að sóa atkvæðinu á vomlaus framboð sem allar skoankannanir geta sagt þeim fyrirfram
Halldór Jónsson, 28.11.2017 kl. 22:54
4 flokkar eru yfirdrifið á Alþingi, Allt umfram það er til bölvunar. Þá koma svona týpur eins og Þór Saari og Þráinn Bertelsson. Komast aldrei ekki neitt fyrir sérvisku sinni.
Halldór Jónsson, 28.11.2017 kl. 22:56
Stjórnmálaflokkur þarf að vera yfir krístískri stærð til að geta myndað starfhæfa deild, vera flokkur en ekki sérviskupúki eða peningaplokkmaskína reyfara sem eru bara á eftir aurnum fyrir sig.
Halldór Jónsson, 28.11.2017 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.