Föstudagur, 17. nóvember 2017
Facebook og óþarfir blaðamenn
Facebook er ríkasti og öflugasti útgefandi í sögunni og skiptir út ritstjórum fyrir algóritma. Almannarýminu er skipt upp í milljónir klæðskerasniðna fréttastrauma er útiloka frjálsa og opna umræðu samtímis sem útgefandinn græðir milljarða.
Á þessa leið talar Katharine Viner, aðalritstjóri Guardian, um kreppu blaðamennskunnar. Og heldur áfram: blaðamenn eru í kapphlaupi niður á botninn, birta æsifréttir án þess að kanna sannleiksgildið til að fá athygli í samkeppni við félagsmiðla.
Facebook gerir ekki alla blaðamenn óþarfa. Enn er eftirspurn eftir vandaðri blaðamennsku. Þeir eru bara svo fáir sem hana stunda.
Athugasemdir
Niðurstaðan í síðustu setningunni hjá þér er kjarni málsins. Sjaldan hefur verið meiri þörf á vandaðri og markvissari blaðamennsku en nú.
Ómar Ragnarsson, 17.11.2017 kl. 16:09
Er borgað fyrir góða fréttamennsku, eða er borgað fyrir viðfangsefnið, og fyrir fram ákveðna niðurstöðu?
000
Það er aldrei hægt að fá blaðamanninn til að breyta sínum skrifum, hann er aðeins að vinna fyrir brauði sínu. Að þessu athuguðu, Þá ætti sá sem fær á einhvern hátt hlunnindi, eða greiðslu fyrir skrifin sín, eða rannsóknir, að geta þess með skrifunum.
12.11.2017 | 10:02
000
NASA data clearly establishes that there has always been a cycle to CO2 long before man’s industrial age... and handing academics $100 billion to prove global warming is an absolute joke.
Egilsstaðir, 117.11.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 17.11.2017 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.