Föstudagur, 17. nóvember 2017
Engin ríkisstjórn, engir kjarasamningar
Stjórnarkreppan á Íslandi var búin til með falsfréttum þar sem dregin var upp sú mynd að máttarstólpar þjóðfélagsins væru á kafi í spillingu. Í samspili fjöl- og félagsmiðla var efnt til pólitískra uppþota sem lömuðu landsstjórnina.
Tvennar ónauðsynlegar kosningar á einu ári skiluðu sér í lengstu stjórnarkreppu lýðveldissögunnar. Á meðan stjórnmálakerfinu er haldið í varanlegri kosningabaráttu er ekki hægt að ganga til kjarasamninga.
Það rennur upp fyrir fólki að samsæriskenningar um spillingu á æðstu stöðum er aðeins rafræn útgáfa af ævintýrinu um fjöðrina sem varð að fimm hænum. Falsfréttir verða að skemmtiefni sem enginn leggur trúnað á. Og við getum lagt niður RÚV.
![]() |
Viðræðurnar að mjakast af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.