Engin ríkisstjórn, engir kjarasamningar

Stjórnarkreppan á Íslandi var búin til með falsfréttum þar sem dregin var upp sú mynd að máttarstólpar þjóðfélagsins væru á kafi í spillingu. Í samspili fjöl- og félagsmiðla var efnt til pólitískra uppþota sem lömuðu landsstjórnina.

Tvennar ónauðsynlegar kosningar á einu ári skiluðu sér í lengstu stjórnarkreppu lýðveldissögunnar. Á meðan stjórnmálakerfinu er haldið í varanlegri kosningabaráttu er ekki hægt að ganga til kjarasamninga.

Það rennur upp fyrir fólki að samsæriskenningar um spillingu á æðstu stöðum er aðeins rafræn útgáfa af ævintýrinu um fjöðrina sem varð að fimm hænum. Falsfréttir verða að skemmtiefni sem enginn leggur trúnað á. Og við getum lagt niður RÚV. 


mbl.is Viðræðurnar að mjakast af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband